Skoðun

Stöndum í lappirnar!

Vilborg Gunnarsdóttir skrifar

Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV.

Skoðun

Gjöf sem gefur

Halla Tómasdóttir skrifar

Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. 

Skoðun

Vegna hvers kýs ég Katrínu

Jón Kristjánsson skrifar

Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var.

Skoðun

Hvar er sómakenndin? Blakleikur Ísraels og Ís­lands

Hrönn Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa

Helgina 17. – 19. maí fór fram mót í CEV Silver League deildinni í blaki í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Leikurinn vakti nokkuð umtal, m.a. í Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, af því að í þetta sinn tók karlalandsliðið á móti landsliði Ísraels.

Skoðun

Al­þingi slátrar jafnræðisreglunni

Ólafur Stephensen skrifar

Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald.

Skoðun

Verð­mæti Döff kjós­enda

Mordekaí Elí Esrason skrifar

Á kjördag sitja allir við sama borð, ungir sem aldnir, Döff sem heyrandi, ófatlaðir sem fatlaðir. Samfélagið er eitthvað sem við öll mótum og byggjum upp saman. Með atkvæði þínu ertu að hafa áhrif á framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér finnst bestur og sem þú telur þjóna hagsmunum þínum og þjóðarinnar best.

Skoðun

Nýja hægrið

Davíð Bergmann skrifar

Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. 

Skoðun

Af­hverju viltu fá trúð á Bessa­staði?

Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar

Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum?

Skoðun

Heldur þann besta en þann næst­besta!

Vilhjálmur B. Bragason skrifar

Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum.

Skoðun

Vel gert!

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú í liðinni viku var undirritaður nýr samningur til fimm ára milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa starfað án samnings frá því í janúar 2020 og hefur samningsleysið á þeim tíma bitnað á notendum þjónustunnar. Hér er um að ræða mikilvæg tímamót og ber að þakka samningsaðilum fyrir góða vinnu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra fyrir tryggja enn einn samninginn sem hefur það að markmiði að bæta hag landsmanna og tryggja jöfnuð.

Skoðun

Halla Hrund; vörður auð­linda og ný­sköpunar

Valdimar Össurarson skrifar

Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða.

Skoðun

Forsetabaráttan: Hin fimm fræknu og leiðtogafræðin

Sigurður Ragnarsson skrifar

Í hlaðvarpi mínu, Forysta og samskipti, tók ég sérstaklega forsetakosningarnar fyrir um daginn og kom þar aðeins inná hvernig má meta helstu frambjóður út frá leiðtogafræðum. Mig langar að skoða þetta aðeins betur.

Skoðun

Vel­ferð fólks framar markaðsvæddri netsölu á­fengis

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Það hefur vart farið fram hjá neinum að verslun með áfengi hefur tekið breytingum á undanförnum misserum og árum, án þess að það hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um það eða farið fram umræða í samfélaginu svo nokkru nemi. Svokallaðar netverslanir, sem flytja inn áfengi hafa skotið upp kollinum og geyma áfengi á lager og selja í smásölu, og bjóða jafnvel upp á heimsendingu á öllum tímum sólarhringsins. 

Skoðun

Halla Hrund, Halla Tómas­dóttir eða Katrín Jakobs­dóttir?

Reynir Böðvarsson skrifar

Gunnar Smári og Samstöðin gera þessum forsetakosningum best skil að mínu mati Ég hef m.a. séð viðtölin við Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. Katrín Jakobsdóttir virðist ekki vilja taka þátt í þessum samtölum á Samstöðinni. Gunnar Smári hefur að mér virðist kosið í þessum viðtölum að lofa frambjóðendum svolítið að eiga þessar stundir með honum á þeirra eigin forsendum og látið okkur áhorfendum um að lesa á milli línanna. 

Skoðun

Það þarf þyrlu­pall við þjóðar­sjúkra­húsið

Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar skrifar

Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut.

Skoðun

Vonandi endur­tekur sagan sig!

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þriðju forsetakosningarnar fóru fram 1968. Þær mörkuðu ákveðin tímamót. Þar tókust á Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hámenntaður maður en sléttur og felldur; einn af okkur, almenningi.

Skoðun

Kjósum sterkan leið­toga

Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir skrifar

Fyrir þó nokkrum árum síðan, árið sem ég varð stúdent var ég svo lánsöm að Halla Tómasdóttir var ein af útskriftarhópnum. Eins og gengur þurfti að skipuleggja dimmision, útskriftarferð og aðrar uppákomur og Halla varð fljótt sjálfskipaður leiðtogi hópsins.

Skoðun

Munu kosningar bjarga Bret­landi?

Guðmundur Einarsson skrifar

„1000 klukkustundir til að bjarga Bretlandi“ skrifaði Allister Heath, ritstjóri sunnudagsútgáfu íhaldsblaðsins Telegraph á vefsíðu útgáfunnar, þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að kosningar yrðu haldnar 4. júlí.

Skoðun

Hvers konar bull er þetta!

Fjölnir Sæmundsson skrifar

Það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá tillögur um niðurskurð í fjármálaáætlun 2025- 2029 til löggæslu var „hvers konar bull er þetta“.

Skoðun

Lík­hús

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar

Við á Íslandi eigum við ákveðinn húsnæðisvanda að etja og á það ekki aðeins við um íbúðarhúsnæði. Líkhús og líkgeymslur eru hús sem flestir þurfa afnot af þegar yfir lýkur en það virðist hvorki vera mikill áhugi á að eiga slík hús né á að reka þau.

Skoðun

Svar til Páls Winkel

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar

Ég skil vel að Páli sárni að sjá að sykurhúðuðu snúðarnir eru farnir að mygla. Hvernig er staðan betri? Hvar er meðferðaráætlunin? Hvað er betur gert í fangelsinu í dag samanborið við þann tíma sem Margrét var forstöðumaður?

Skoðun

Síðasti naglinn í lík­kistu innan­lands­flugs?

Eiður Ragnarsson skrifar

Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“.

Skoðun

For­seti lýð­veldisins

Erlingur Hansson skrifar

Forseti lýðveldisins gegnir mikilvægu embætti. Hann getur og á að hafa afskipti af stjórn landsins. Stjórnmál fjalla um hvernig á að stjórna. Forseti Íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnun íslenska lýðveldisins.

Skoðun

Við elskum föt, eða hvað?

Magnús Sigurbjörnsson skrifar

Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó.

Skoðun

Virðu­legur for­seti

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Lýðræðið er okkur mikilvægt og nú kjósum við okkur sjöunda forseta lýðveldisins á 80 ára afmælisári þess. Það er augljóst að áhugi okkar á þessu virðulega embætti er mikill og öllum umhugað að á Bessastöðum sitji forseti sem er samnefnari íslensku þjóðarinnar.

Skoðun