Skoðun

Loksins Mannréttindastofnun

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda.

Skoðun

Breytt orð­færi, breytt hugsun

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar

Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð.

Skoðun

Opið bréf til Mark Zuckerbergs

Gunnlaugur B Ólafsson skrifar

Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook.

Skoðun

Ó­keypis lán í hverjum mánuði

Svandís Edda Hólm Jónudóttir skrifar

Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað.

Skoðun

Mikil­vægi Vaxtamálsins -lántakar verjist

Breki Karlsson,Ragnar Þór Ingólfsson og skrifa

Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar.

Skoðun

Biðmál í borginni

Hildur Björnsdóttir skrifar

Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi.

Skoðun

Með lygum skal land byggja

Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni.

Skoðun

Þjófar fagna

Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar

Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama.

Skoðun

Þegar rusl verður dýr­mæt auð­lind

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Nýtt og samræmt flokkunarkerfi innan sorphirðu var innleitt á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2023 og var um risastóra breytingu að ræða. Sérsöfnun lífræns úrgangs og söfnun á plasti og pappír við hvert heimili hefur haft áhrif á hegðun okkar inni á heimilunum og hefur haft gríðarlega jákvæð umhverfisáhrif.

Skoðun

Notkun bóluefna veldur ekki ein­hverfu

Magnús Lyngdal Magnússon skrifar

Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar.

Skoðun

Hefur fólk á Ís­landi efni á barn­eignum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar

Það hefur verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía Briem Friðjónsdóttir opnaði á umræðu á Instagram í því skyni að vekja athygli á raunveruleika fjölskyldufólks á Íslandi. Ég vakti athygli á þessari ómögulegu stöðu á Alþingi á föstudaginn. Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk?

Skoðun

Þarf rann­sóknir á kynhlutlausu máli?

Ásdís Bergþórsdóttir skrifar

Margt, mikið og misgáfulegt hefur verið skrifað um kynhlutlaust mál í blöðum. Nú nýlega hefur verið umfjöllun á visir.is um notkun á hvorugkyni fleirtölu þegar merkingin er almenn og vísar ekki í afmarkaðan hóp.

Skoðun

„Sjálfhatandi gyðingar“

Birgir Dýrfjörð skrifar

Þriðja júní 2024 birtist í Morgunblaðinu grein undir yfirskriftinni „Stuðningur við Hamas-hryðjuverkasamtökin“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ég hvet alla að lesa greinina, mér finnst hún vera dæmi um samviskuslappan mann, sem er rótfastur í áráttu rangtúlkana og meinbægni.

Skoðun

Stað­reyndirnar um upp­byggingu Heidelberg í Þor­láks­höfn

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Umræða um fyrirhugaða uppbyggingu Heidelberg í Þorlákshöfn hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Það er eðlilegt enda um stórt verkefni á marga vegu. Verkefnið mun skila árlegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda við sementsframleiðslu sem nemur allt að 1,2 milljónum tonna á ári. Það er um 40% af árlegri losun okkar Íslendinga að stóriðju og landnotkun undanskilinni. Verkefnið er því eitt stærsta loftlagsverkefni sem unnið er að hér á landi um þessar mundir, ef frá er skilið fyrirætlanir CarbFix í Straumsvík.

Skoðun

Neyðar­kall!!! Fleiri hjúkrunar­rými strax!

Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorun varðandi öldrunarþjónustu vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Hundruðir aldraðra bíða eftir hjúkrunarrýmum og tugir þeirra dvelja á bráðadeildum sjúkrahúsa í bið eftir plássi. Þetta ástand skapar óþarfa þjáningar fyrir aldraða og fjölskyldur þeirra, auk þess sem ástandið skapar aukið álag á heilbrigðiskerfið.

Skoðun

Stjórn­mála­menn sem reiða sig á gleymsku kjós­enda

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili.

Skoðun

Tákn­myndir ís­lenska lýð­veldisins

Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag.

Skoðun

Er óverðtryggða lánið að ganga frá fjöl­skyldunni?

Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Lífið er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns.

Skoðun

Tökum Viktor á þetta og enn lengra

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman.

Skoðun

Er mörgum les­endum Vísis slétt sama um af­komu sína og vel­ferð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ekki er víst, að langt sé í næstu þingkosningar. Ríkisstjórnin stendur höllum fæti, eftir að hafa misst sitt fylgi úr 55% í 30%. Vilji til endalausra málamiðlana, hvað varðar ólík stefnumál flokkanna þriggja, sem þó hefur einkennt þessa ríkisstjórn - en um leið nánast gert hana stefnulausa - fer ört dvínandi.

Skoðun

Til hamingju með daginn!

Árni Guðmundsson skrifar

Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda.

Skoðun

Vetur að vori - stuðningur eftir ó­veður

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð.

Skoðun

Er þensla vegna íbúðauppbyggingar?

Jónas Atli Gunnarsson skrifar

Seðlabankinn hefur auga á byggingarmarkaðnum þessa stundina. Fjármálastöðugleikanefnd bankans nefnir sérstaklega töluverðan vöxt í útlánum til byggingarfyrirtækja og fasteignafélaga í síðustu yfirlýsingu sinni, auk þess sem seðlabankastjóri varaði við þenslu á byggingarmarkaði í síðustu viku.

Skoðun

Birgir Þórarins­son er enn að

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Morgunblaðið birti þ. 6.6. s.l. viðtal við Birgi Þórarinsson þingmann með fyrirsögninni: „Gyðingar á Íslandi óttaslegnir“.Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“.

Skoðun

Viður­kennum þjóðar­morð á Armenum

Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg.

Skoðun