Sport

„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku.

Fótbolti

Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks for­skot“

Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum.

Fótbolti

Upp­gjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ó­trú­legar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki

Víkingur vann gríðarsterkan 2-1 sigur gegn Panathinaikos í fyrri umspilsleik liðanna. Davíð Örn skoraði sitt fyrsta Evrópumark og varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson bætti svo við fyrir Víkinga. Gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Panathinaikos í Grikklandi eftir viku, sigurvegari einvígisins heldur áfram í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

Fótbolti

Arsenal stað­festir slæm tíðindi

Kai Havertz, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna meiðsli sem hann varð fyrir í æfingaferð með liðinu í Dúbaí á dögunum. Hann verður frá út yfirstandandi tímabil.

Enski boltinn

Fyrsta tapið í 12 ár

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í liði Wolfsburgar þurftu að þola óvænt tap í þýsku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Wolfsburg hefur ekki tapað leik í keppninni í tólf ár.

Fótbolti