Sport

Bully Boy með gigt

Michael Smith, sem varð heimsmeistari í pílukasti fyrir tveimur árum, þjáist af liðagigt.

Sport

Mundi lof­orðið til kennarans

Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf.

Handbolti

Tveir ís­lenskir Nökkvar í Rotter­dam

Landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson fær vonandi að sjást meira á fótboltavellinum á næstu mánuðum eftir að hafa verið lánaður frá Ajax til Sparta Rotterdam út leiktíðina. Hann hittir þar fyrir annan Íslending.

Fótbolti

Stólarnir svara með bombu á loka­degi gluggans

Tindastóll hefur tryggt sér krafta gríska landsliðsmannsins Dimitris Agravanis. Óhætt er að segja að um gríðarlegan liðsstyrk sé að ræða og afar áhugaverða viðbót við leikmannaflóruna í Bónus-deildinni í körfubolta.

Körfubolti

Læri­sveinar Sol­skjær úr leik

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Besiktas eru úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 1-0 tap fyrir Twente í kvöld. Topplið Lazio tapaði sínum leik einnig en endaði þó á toppi deildarinnar.

Fótbolti

„Sem betur fer spilum við innan­húss”

Álftanes mætti í Breiðholtið í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Bónus deild karla. Álftanes vann leikinn 75-94 en þrátt fyrir 19 stiga mun var leikurinn gríðarlega jafn lengi vel. Justin James leikmaður Álftanes átti stórleik þar sem hann gerði 34 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar.

Körfubolti

„Eins og for­maðurinn sé að draga okkur inn á parketið“

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sár og svekktur með hugarfar og orkustig leikmanna sinna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í leik liðanna í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Jóhann Þór segir að lægðin sem hafi látið á sér kræla í nóvember sé enn til staðar hjá liðinu. 

Körfubolti