Sport

Síðasti séns á að vinna milljónir

Þó að ekki sé lengur að neinu að keppa fyrir Ísland varðandi það að komast lengra á EM kvenna í fótbolta þá myndi sigur gegn Noregi í kvöld engu að síður skila verðlaunafé í hús.

Fótbolti

Sengun í fanta­formi í sumar­fríinu

Enn er dágóð stund í að NBA deildin hefji aftur göngu sína og leikmenn eru flestir í sumarfríi. Það er allur gangur á því í hversu góðu formi menn snúa til æfinga að hausti en Alperen Sengun, leikmaður Houston Rockets, hefur greinilega ekki slegið slöku við í sumar.

Körfubolti

Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ung­menni

Khalen Saunders, sem leikur með New Orleans Saints í NFL deildinni, stóð um helgina fyrir fótboltabúðum fyrir hinsegin ungmenni en þetta var í fyrsta sinn sem spilandi leikmaður í deildinni stendur fyrir slíkum búðum.

Sport

United boðið að skrapa botninn á tunnunni

Eftir mikið vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni hjá Manchester United hefur sumarið heldur ekki verið upp á marga fiska en liðið er aðeins búið að klára ein stór kaup og þá hefur enginn leikmaður verið seldur.

Fótbolti

Jokic fram­lengir ekki að sinni

Nikola Jokic, stjörnuleikmaður Denver Nuggets og einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur tilkynnt liðinu að hann muni ekki skrifa undir nýjan þriggja ára samning í sumar.

Körfubolti

Frakkar sýndu styrk sinn

Frakkland vann öruggan og nokkuð þægilegan 4-1 sigur á Wales í kvöld á Evrópumóti kvenna en franska liðið var einfaldlega einu til tveimur númerum of stórt fyrir Wales.

Fótbolti

Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum

Landsliðshópur Íslands fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss var opinberaður með pompi og prakt í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði síðdegis. Tæpur mánuður er í mót og spenna á meðal HM-fara.

Sport

Ancelotti dæmdur fyrir skatt­svik

Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfari Brasilíu og fyrrum þjálfari Real Madrid, var fyrr í dag dæmdur í eins árs fangelsi af spænskum dómstólum fyrir skattsvik, en mun ekki þurfa að sitja inni.

Fótbolti

„Vissu­lega eru það von­brigði“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu.

Fótbolti

„Þetta er það sem að mann dreymdi um“

Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari.

Fótbolti

„Heimsku­leg spurning og dóna­leg“

Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi.

Fótbolti