Veður

Öflugur úr­komu­bakki fylgir lægð sem nálgast nú landið

Lægð er nú stödd fyrir austan land og þokast miðja hennar nú til norðvesturs í átt að Langanesi. Lægðinni fylgir öflugur úrkomubakki og úr honum mun rigna norðan- og austanlands í dag og útlit er fyrir talsverða eða mikla úrkomu á Tröllaskaga og á Norðurlandi eystra.

Veður

Útlit fyrir milt veður um helgina

Veður dagsins stjórnast af grunnri lægð suður af landinu en dálítilli súld og rigningu spáð ásamt norðaustlægri átt víða um land, þó verði þurrviðri lengst af suðvestan til.

Veður

Hæg­viðri, skýjað að mestu en þurrt á landinu í dag

Í dag verður hægviðri, skýjað að mestu leyti og þurrt á landinu samkvæmt spá Veðurstofunnar. Þó verður rigning á Suðausturlandi og víða á austanverðu landinu. Þá verður allhvasst norðaustantil og í Öræfum og eru ökumenn því hvattir til að aka varlega á því svæði.

Veður

Vindur snýst til norð­lægra átta

Vindur snýst til norðlægra átta í dag og verður úrkoma einkum bundin við Suður- og Suðausturland fyrripart dags en norðan og austanvert landið þegar líður á daginn.

Veður

Von á á­gætis­veðri á Menningar­nótt

Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi.

Veður

Lægð á leiðinni yfir landið í vikunni

Í dag spá veðurfræðingar Veðurstofu Íslands norðvestan golu eða kalda í dag og stöku skúrum norðan- og austantil en léttskýjuðu í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið frá helginni. 

Veður

Endalaus lægðagangur í kortunum

Ekkert lát virðist ætla að verða á lægðagangi suðvestantil á landinu. Hlýjast og þurrast verður að öllum líkindum á Austurlandi næstu daga. Hlutskipti Íslands þetta sumarið er að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu.

Veður

Rigning í kortunum þessa vikuna

Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.

Veður

Gular viðvaranir í gildi fram á kvöld

Gular viðvaranir eru enn í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra ásamt Norðurlandi eystra. Búast má við vexti í ám og lækjum en ásamt því gætu vatnsföll flætt staðbundið yfir bakka sína. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum og er útivistarfólki bent á hættu á kælingu vegna rigningar, lágs lofthita og vinda.

Veður

Allt að þrjá­tíu metrar á sekúndu

Gul viðvörun er enn í gildi á Norðurlandi eystra og vindhviður geta náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu austan Húsavíkur. Mikilvægt er að tryggja lausa hluti utandyra og veðrið getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Veður

Snjókoma í júlí

Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí er að líða undir lok. Kyngt hafði niður snjó á hálendinu í nótt og gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og miðhálendinu þessa helgina.

Veður

Gul viðvörun á hálendi og Austurlandi

Gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendi og Austurlandi nú um helgina. Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni og hvassviðri í dag.

Veður

Hlýjast á sunnan­verðu landinu í dag

Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld.

Veður

Gul viðvörun vegna hvassviðris í nótt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris sem von er á að gangi yfir landið á morgun. Viðvörunin gildir fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið.

Veður

Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar

Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð.

Veður

Vara við akstursleiðum á Suðurlandi vegna úrhellis

Frá þriðjudagskvöldi til miðvikudagskvölds er útlit fyrir mikla rigningu undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, og viðbúið að þar hækki talsvert í ám. Rigningin getur haft áhrif á akstursleiðir þar sem aka þarf yfir óbrúaðar ár, til dæmis inn í Þórsmörk, sem og á öðrum svæðum á Suðurlandi og að Fjallabaki.

Veður