Viðskipti erlent

Prófessor: Nokkur Evrópuríki í hættu á íslensku hruni

Bandaríski hagfræðingurinn Kenneth Rogoff, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að nokkur Evrópuríki séu í hættu á að lenda í íslensku hruni ef þeim tekst ekki að skera niður fjárlög sín til lengri tíma litið. Auk þess þurfi löndin að komast í gegnum tímabil með litlum hagvexti samhliða þessum niðurskurði.

Viðskipti erlent

Írar hafa ekki sótt um neyðarlán

Írar hafa ekki sóst eftir neyðarláni frá Evrópusambandnu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum líkt og BBC greindi frá og Vísir hafði svo eftir í gær. Þá greindi BBC frá því að Írar hefðu sótt um allt að 80 milljarða evra lán hjá stofnununum.

Viðskipti erlent

Írar sækja um neyðarlán

Írsk stjórnvöld eiga í viðræðum við Evrópusambandið um fjárhagslegan stuðning samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Þar kemur fram að Írar muni hugsanlega fá neyðarlán upp á 80 milljarða evra. Ráðmenn hafa ekki beinlínis neitað fréttum BBC um málið.

Viðskipti erlent

Þunnur þrettándi á G20 fundinum

Leiðtogar G20 ríkjanna hafa samþykkt útþynnta ályktun um að aðildarríkin eigi að vera á varðbergi gagnvart hættulegu ójafnvægi í viðskiptum sín í millum. Á sama tíma er lítið gert af hálfu G20 til að fullvissa fjárfesta um að heimurinn sé orðinn tryggari gagnvart efnahagslegum hamförum.

Viðskipti erlent

Gullverðið rýfur 1.400 dollara múrinn

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur rofið 1.400 dollara múrinn og ekkert lát er á verðhækkunum á gulli. Í nótt náði gullverðið í 1.410 dollara á únsuna á markaðinum í New York. Í morgun fór verðið yfir 1.420 dollara á únsuna á markaðinum í London.

Viðskipti erlent

Verslunarkeðjur Kaupþings á blússandi siglingu

Mike Shearwood forstjóri Aurora Fashions segir að uppbygging félagsins muni ganga hraðar fyrir sig en áður var áætlað og að nú einbeiti stjórnin sér að frekari vexti. Aurora Fashions var stofnað af skilanefnd Kaupþings í mars í fyrra en verslunarkeðjurnar Warehouse, Oasis, Coast og Karen Millen tilheyra Aurora Fashions.

Viðskipti erlent

Sykurverð í hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á sykri rauk upp í dag og hafði ekki verið hærra í tæpa þrjá áratugi, samkvæmt frétt á vef Daily Telegraph. Pundið af sykri kostaði þá 30,6 sent en lækkaði örlítið þegar að leið á daginn.

Viðskipti erlent

Kvikmyndaverið MGM lýst gjaldþrota

Kvikmyndaverið MGM hefur lýst sig gjaldþrota. Þar með er lokið áralangri baráttu þessa sögufræga kvikmyndavers við að halda sér á floti en skuldirnar námu 4 milljörðum dollara eða tæpum 450 milljörðum króna undir lokin.

Viðskipti erlent

Allt að 600 tonn af kjöti til Japan

Hvalur hf. hefur flutt á milli 500 - 600 tonn af langreyðakjöti til Japan það sem af er þessu ári. Þetta fullyrðir japanska fréttastofan Kyodo News. Þar er fullyrt að árlega sé markaðssett um 4000 tonn af hrefnukjöti á ári. Langreyðakjötið frá Íslandi komi til með að hafa áhrif á verðlagið á hvalkjöti á markaðnum.

Viðskipti erlent