Viðskipti innlent

Rebekka og Karen til liðs við Hér & Nú

Rebekka Líf Albertsdóttir og Karen Sigurlaugsdóttir hafa slegist í hóp starfsmanna Hér & Nú, samskiptastofu. Gengið var frá ráðningu þeirra fyrir skemmstu. Rebekka Líf bætist í teymi grafískra hönnuða fyrirtækisins og Karen mun gegna nýrri stöðu birtingaráðgjafa.

Viðskipti innlent

Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari

Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki.

Viðskipti innlent

Hall­dór þarf ekki að leggja fram tölvu­pósta og greina­gerð

Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál.

Viðskipti innlent

Olís selur Mjöll Frigg

Olís ehf., dótturfélag Haga hf. og Takk Hreinlæti ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Takk Hreinlætis á öllu hlutafé Mjallar Friggjar. Kaupin eru gerð með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins

Viðskipti innlent

Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti

Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 

Viðskipti innlent

Sam­keppnis­eftir­litið hnýtir í Hörpu

Samkeppniseftirlitið hefur beint tilmælum til Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss, um að jafna stöðu fyrirtækja og tónleikahaldara sem eiga viðskipti við húsið. Helstu tilmælin felast í því að Harpa ætti að leyfa tónleikahöldurum að koma með eiginn búnað, hljóðkerfi og fleira, til að nota við tónleikahald í húsinu.

Viðskipti innlent

Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs

Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag.

Viðskipti innlent

Ís­lenski ­markaðurinn hóf­legur í júní en sá kín­verski í stór­sókn

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York.

Viðskipti innlent

Arnar nýr framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu

Arnar Már Snorrason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu með aðsetur á Dalvík, en Arnar tekur við starfinu af Daða Valdimarssyni sem mun færa sig í starf forstjóra Rotovia, nýstofnaðs móðurfélags Sæplasts. Undir Sæplasti í Evrópu tilheyrir starfsemi félagsins á Íslandi, Spáni og Noregi ásamt söluskrifstofum félagsins í Evrópu, Afríku og Asíu.

Viðskipti innlent