Viðskipti innlent

Spari­sjóðir skoða sam­einingu

Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar, líkt og það er orðað í fréttatilkynningu frá stjórnum sparisjóðanna

Viðskipti innlent

Nýir sölustjórar hjá A4

Með skipulagsbreytingu hjá A4 hafa orðið til þrjár nýjar sölustjórastöður. Í þær hafa verið ráðin Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir. 

Viðskipti innlent

Óvissa eitur í beinum fjárfesta

Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta.

Viðskipti innlent

Fjármálaráðherra þurfi að gera meira: „Ásgeir er með þriðju vaktina“

Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á Seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina.

Viðskipti innlent

Hefja við­ræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna

Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.

Viðskipti innlent

Sena og Concept Events sameinast

Fyrirtækin Sena og Concept Events hafa gengið frá samkomulagi um kaup þess fyrrnefnda á því síðarnefnda. Við þetta munu fyrirtækin sameinast og bætast núverandi eigendur Concept Events í hluthafa- og stjórnendahóp Senu.

Viðskipti innlent

Jón Ólafur hafði betur gegn Auði í for­manns­kjöri hjá SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, var endurkjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu til tveggja ára í morgun þegar aðalfundur samtakanna fór fram. Jón Ólafur hafði þar betur gegn Auði Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar, sem einnig bauð sig fram. Jón Ólafur hlaut 35.495 atkvæði eða tæplega 56 prósent atkvæða og Auður 27.696 atkvæði eða rúmlega 43 prósent atkvæða.

Viðskipti innlent

„Ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum“

Daði Kristjánsson hreifst af rafmyntum fyrir nokkrum árum, hætti svo í hefðbundna bankageiranum og rekur nú fyrsta íslenska rafmyntafjárfestingasjóðinn, Viska Digital, ásamt meðstofnendum og viðskiptafélögum. Hann segir rafmyntir langtímaverkefni, nýtt áhugavert hliðarkerfi, en ekki leið til skjótfengins gróða: „Þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir hann.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Að­gerðir á vinnu­markaði í heims­far­aldri

Norræn ráðstefna stendur nú yfir á Grand Hótel um það hvað Norðurlöndin geta lært af þeim aðgerðum sem þau gripu til á vinnumarkaði vegna heimsfaraldursins. Ráðstefnan hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 16 og er haldin í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Hægt er að fylgjast með beinu streymi í spilara að neðan.

Viðskipti innlent