Viðskipti innlent Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eitt prósentustig. Viðskipti innlent 22.3.2023 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. Viðskipti innlent 22.3.2023 08:31 Fjórir hljóta viðurkenningar Íslenska sjávarklasans Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, -orku og loftslagsráðherra veitti í dag, þriðjudaginn 21. mars, fjórar viðurkenningar til fólks eða fyrirtækja sem eflt hefur samstarf og nýsköpun innan Sjávarklasans. Viðurkenningarnar voru veittar í Húsi sjávarklasans. Viðskipti innlent 21.3.2023 19:14 Viðsnúningur hjá Isavia á milli ára Isavia tapaði 617 milljónum króna á síðasta ári en félagið skilaði þó 5,2 milljörðum í rekstrarafkomu samanborið við 810 milljóna króna neikvæða rekstrarafkomu á síðasta ári. Viðskipti innlent 21.3.2023 15:03 CCP tryggir sér 5,6 milljarða fyrir bálkakeðjuleik Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CCP hafa tryggt félaginu 5,6 milljarða króna í fjármögnun vegna þróunar nýs tölvuleiks sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þróun leiksins er þegar hafinn í höfuðstöðvum CCP í Reykjavík. Viðskipti innlent 21.3.2023 14:34 Sparisjóðir skoða sameiningu Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar, líkt og það er orðað í fréttatilkynningu frá stjórnum sparisjóðanna Viðskipti innlent 21.3.2023 14:18 Ágúst Karl tekur við af Soffíu Eydísi hjá KPMG Law Ágúst Karl Guðmundsson, lögmaður og einn eiganda KPMG Law ehf., hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra KPMG Law. Hann mun sinna starfinu samhliða ráðgjafastörfum á stofunni. Viðskipti innlent 21.3.2023 11:36 36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. Viðskipti innlent 21.3.2023 11:02 Bryndís Kolbrún ráðin árangursstjóri hjá dk Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir hefur hefur verið ráðin í starf stjórnanda viðskiptatengsla bókhalds- og endurskoðendaskrifstofa, Customer Success Manager (CSM), hjá dk hugbúnaði. Staðan er ný hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 21.3.2023 09:57 Opna fjarvinnuaðstöðu í gamla Búnaðarbankahúsinu í Stykkishólmi Samningar hafa náðst um að Regus opni nýja fjarvinnuaðstöðu við Aðalgötu 10 í Stykkishólmi í næsta mánuði. Húsnæðið hýsti áður starfsemi Búnaðarbankans og síðar Arion banka, en hefur síðastliðið ár verið heimili frumkvöðlasetursins Árnasetur. Viðskipti innlent 21.3.2023 07:24 Alls ekki víst að óróleiki á fjármálamörkuðum hverfi í bráð Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum úti um allan heim í dag vegna yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Hagfræðingur segir að það sé alls ekki víst að óróleiki á mörkuðum hverfi í bráð. Viðskipti innlent 20.3.2023 20:30 Nýir sölustjórar hjá A4 Með skipulagsbreytingu hjá A4 hafa orðið til þrjár nýjar sölustjórastöður. Í þær hafa verið ráðin Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir. Viðskipti innlent 20.3.2023 15:31 Tvær nýjar í framkvæmdastjórn Genís Líftæknifyrirtækið Genís hefur ráðið til sín tvo nýja framkvæmdastjóra sem hefja störf á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 20.3.2023 13:01 Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. Viðskipti innlent 20.3.2023 12:00 Sólrún og Hildur ráðnar til Terra umhverfisþjónustu Sólrún Hjaltested hefur verið ráðin mannauðsstjóri Terra umhverfisþjónustu og Hildur Emilsdóttir sem verkefnastjóri stefnumótunar og umbóta félagsins. Viðskipti innlent 20.3.2023 11:44 Dró eiginmanninn út í jólabrasið sem tímir nú varla að selja verslunina „Það þarf að vera dálítið klikkaður til að reka jólabúð alla daga ársins,“ segir eigandi Litlu jólabúðarinnar sem hefur nú sett verslunina á sölu. Hún segir þau hjónin vart tíma að selja verslunina þrátt fyrir að þau séu mis mikil jólabörn enda gangi reksturinn vonum framar. Viðskipti innlent 20.3.2023 07:01 Fjármálaráðherra þurfi að gera meira: „Ásgeir er með þriðju vaktina“ Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á Seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina. Viðskipti innlent 19.3.2023 13:04 Nökkvi fylgir hjartanu og yfirgefur Swipe Nökkvi Fjalar Orrason hefur sagt skilið við fyrirtækið Swipe. Meðeigendur Nökkva taka við keflinu en sjálfur ætlar hann að einbeita sér að nýju félagi sem útbýr hugbúnað fyrir áhrifavalda. Viðskipti innlent 18.3.2023 17:52 Byggja 115 íbúðir á Kirkjusandsreit Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík. Viðskipti innlent 18.3.2023 11:16 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 17.3.2023 17:33 Gunnur Líf framkvæmdastjóri á nýju sviði hjá Samkaupum Gunnur Líf Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún tekur við stöðunni um næstu mánaðamót og um jafnframt gegna hlutverki staðgengils forstjóra. Viðskipti innlent 17.3.2023 12:00 Gina Tricot opnar á Íslandi í dag Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar í dag nýja netverslun á Íslandi, ginatricot.is. Viðskipti innlent 17.3.2023 11:33 Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. Viðskipti innlent 17.3.2023 11:04 Sena og Concept Events sameinast Fyrirtækin Sena og Concept Events hafa gengið frá samkomulagi um kaup þess fyrrnefnda á því síðarnefnda. Við þetta munu fyrirtækin sameinast og bætast núverandi eigendur Concept Events í hluthafa- og stjórnendahóp Senu. Viðskipti innlent 16.3.2023 15:59 Jón Ólafur hafði betur gegn Auði í formannskjöri hjá SVÞ Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, var endurkjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu til tveggja ára í morgun þegar aðalfundur samtakanna fór fram. Jón Ólafur hafði þar betur gegn Auði Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar, sem einnig bauð sig fram. Jón Ólafur hlaut 35.495 atkvæði eða tæplega 56 prósent atkvæða og Auður 27.696 atkvæði eða rúmlega 43 prósent atkvæða. Viðskipti innlent 16.3.2023 12:55 Gera sömuleiðis ráð fyrir 75 punkta hækkun stýrivaxta Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 75 punkta á miðvikudaginn þegar tilkynnt verður um næstu ákvörðun. Spáin rímar við spá Greiningar Íslandsbanka sem birt var í gær. Viðskipti innlent 16.3.2023 12:41 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólga lækki hægt næstu mánuði. Viðskipti innlent 16.3.2023 12:39 Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. Viðskipti innlent 16.3.2023 11:04 „Ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum“ Daði Kristjánsson hreifst af rafmyntum fyrir nokkrum árum, hætti svo í hefðbundna bankageiranum og rekur nú fyrsta íslenska rafmyntafjárfestingasjóðinn, Viska Digital, ásamt meðstofnendum og viðskiptafélögum. Hann segir rafmyntir langtímaverkefni, nýtt áhugavert hliðarkerfi, en ekki leið til skjótfengins gróða: „Þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir hann. Viðskipti innlent 16.3.2023 09:00 Bein útsending: Aðgerðir á vinnumarkaði í heimsfaraldri Norræn ráðstefna stendur nú yfir á Grand Hótel um það hvað Norðurlöndin geta lært af þeim aðgerðum sem þau gripu til á vinnumarkaði vegna heimsfaraldursins. Ráðstefnan hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 16 og er haldin í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Hægt er að fylgjast með beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 16.3.2023 08:55 « ‹ 81 82 83 84 85 86 87 88 89 … 334 ›
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eitt prósentustig. Viðskipti innlent 22.3.2023 09:00
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. Viðskipti innlent 22.3.2023 08:31
Fjórir hljóta viðurkenningar Íslenska sjávarklasans Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, -orku og loftslagsráðherra veitti í dag, þriðjudaginn 21. mars, fjórar viðurkenningar til fólks eða fyrirtækja sem eflt hefur samstarf og nýsköpun innan Sjávarklasans. Viðurkenningarnar voru veittar í Húsi sjávarklasans. Viðskipti innlent 21.3.2023 19:14
Viðsnúningur hjá Isavia á milli ára Isavia tapaði 617 milljónum króna á síðasta ári en félagið skilaði þó 5,2 milljörðum í rekstrarafkomu samanborið við 810 milljóna króna neikvæða rekstrarafkomu á síðasta ári. Viðskipti innlent 21.3.2023 15:03
CCP tryggir sér 5,6 milljarða fyrir bálkakeðjuleik Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CCP hafa tryggt félaginu 5,6 milljarða króna í fjármögnun vegna þróunar nýs tölvuleiks sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þróun leiksins er þegar hafinn í höfuðstöðvum CCP í Reykjavík. Viðskipti innlent 21.3.2023 14:34
Sparisjóðir skoða sameiningu Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar, líkt og það er orðað í fréttatilkynningu frá stjórnum sparisjóðanna Viðskipti innlent 21.3.2023 14:18
Ágúst Karl tekur við af Soffíu Eydísi hjá KPMG Law Ágúst Karl Guðmundsson, lögmaður og einn eiganda KPMG Law ehf., hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra KPMG Law. Hann mun sinna starfinu samhliða ráðgjafastörfum á stofunni. Viðskipti innlent 21.3.2023 11:36
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. Viðskipti innlent 21.3.2023 11:02
Bryndís Kolbrún ráðin árangursstjóri hjá dk Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir hefur hefur verið ráðin í starf stjórnanda viðskiptatengsla bókhalds- og endurskoðendaskrifstofa, Customer Success Manager (CSM), hjá dk hugbúnaði. Staðan er ný hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 21.3.2023 09:57
Opna fjarvinnuaðstöðu í gamla Búnaðarbankahúsinu í Stykkishólmi Samningar hafa náðst um að Regus opni nýja fjarvinnuaðstöðu við Aðalgötu 10 í Stykkishólmi í næsta mánuði. Húsnæðið hýsti áður starfsemi Búnaðarbankans og síðar Arion banka, en hefur síðastliðið ár verið heimili frumkvöðlasetursins Árnasetur. Viðskipti innlent 21.3.2023 07:24
Alls ekki víst að óróleiki á fjármálamörkuðum hverfi í bráð Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum úti um allan heim í dag vegna yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Hagfræðingur segir að það sé alls ekki víst að óróleiki á mörkuðum hverfi í bráð. Viðskipti innlent 20.3.2023 20:30
Nýir sölustjórar hjá A4 Með skipulagsbreytingu hjá A4 hafa orðið til þrjár nýjar sölustjórastöður. Í þær hafa verið ráðin Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir. Viðskipti innlent 20.3.2023 15:31
Tvær nýjar í framkvæmdastjórn Genís Líftæknifyrirtækið Genís hefur ráðið til sín tvo nýja framkvæmdastjóra sem hefja störf á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 20.3.2023 13:01
Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. Viðskipti innlent 20.3.2023 12:00
Sólrún og Hildur ráðnar til Terra umhverfisþjónustu Sólrún Hjaltested hefur verið ráðin mannauðsstjóri Terra umhverfisþjónustu og Hildur Emilsdóttir sem verkefnastjóri stefnumótunar og umbóta félagsins. Viðskipti innlent 20.3.2023 11:44
Dró eiginmanninn út í jólabrasið sem tímir nú varla að selja verslunina „Það þarf að vera dálítið klikkaður til að reka jólabúð alla daga ársins,“ segir eigandi Litlu jólabúðarinnar sem hefur nú sett verslunina á sölu. Hún segir þau hjónin vart tíma að selja verslunina þrátt fyrir að þau séu mis mikil jólabörn enda gangi reksturinn vonum framar. Viðskipti innlent 20.3.2023 07:01
Fjármálaráðherra þurfi að gera meira: „Ásgeir er með þriðju vaktina“ Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á Seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina. Viðskipti innlent 19.3.2023 13:04
Nökkvi fylgir hjartanu og yfirgefur Swipe Nökkvi Fjalar Orrason hefur sagt skilið við fyrirtækið Swipe. Meðeigendur Nökkva taka við keflinu en sjálfur ætlar hann að einbeita sér að nýju félagi sem útbýr hugbúnað fyrir áhrifavalda. Viðskipti innlent 18.3.2023 17:52
Byggja 115 íbúðir á Kirkjusandsreit Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík. Viðskipti innlent 18.3.2023 11:16
Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 17.3.2023 17:33
Gunnur Líf framkvæmdastjóri á nýju sviði hjá Samkaupum Gunnur Líf Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún tekur við stöðunni um næstu mánaðamót og um jafnframt gegna hlutverki staðgengils forstjóra. Viðskipti innlent 17.3.2023 12:00
Gina Tricot opnar á Íslandi í dag Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar í dag nýja netverslun á Íslandi, ginatricot.is. Viðskipti innlent 17.3.2023 11:33
Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. Viðskipti innlent 17.3.2023 11:04
Sena og Concept Events sameinast Fyrirtækin Sena og Concept Events hafa gengið frá samkomulagi um kaup þess fyrrnefnda á því síðarnefnda. Við þetta munu fyrirtækin sameinast og bætast núverandi eigendur Concept Events í hluthafa- og stjórnendahóp Senu. Viðskipti innlent 16.3.2023 15:59
Jón Ólafur hafði betur gegn Auði í formannskjöri hjá SVÞ Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, var endurkjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu til tveggja ára í morgun þegar aðalfundur samtakanna fór fram. Jón Ólafur hafði þar betur gegn Auði Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar, sem einnig bauð sig fram. Jón Ólafur hlaut 35.495 atkvæði eða tæplega 56 prósent atkvæða og Auður 27.696 atkvæði eða rúmlega 43 prósent atkvæða. Viðskipti innlent 16.3.2023 12:55
Gera sömuleiðis ráð fyrir 75 punkta hækkun stýrivaxta Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 75 punkta á miðvikudaginn þegar tilkynnt verður um næstu ákvörðun. Spáin rímar við spá Greiningar Íslandsbanka sem birt var í gær. Viðskipti innlent 16.3.2023 12:41
Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólga lækki hægt næstu mánuði. Viðskipti innlent 16.3.2023 12:39
Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. Viðskipti innlent 16.3.2023 11:04
„Ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum“ Daði Kristjánsson hreifst af rafmyntum fyrir nokkrum árum, hætti svo í hefðbundna bankageiranum og rekur nú fyrsta íslenska rafmyntafjárfestingasjóðinn, Viska Digital, ásamt meðstofnendum og viðskiptafélögum. Hann segir rafmyntir langtímaverkefni, nýtt áhugavert hliðarkerfi, en ekki leið til skjótfengins gróða: „Þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir hann. Viðskipti innlent 16.3.2023 09:00
Bein útsending: Aðgerðir á vinnumarkaði í heimsfaraldri Norræn ráðstefna stendur nú yfir á Grand Hótel um það hvað Norðurlöndin geta lært af þeim aðgerðum sem þau gripu til á vinnumarkaði vegna heimsfaraldursins. Ráðstefnan hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 16 og er haldin í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Hægt er að fylgjast með beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 16.3.2023 08:55