Viðskipti Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Viðskipti innlent 5.4.2023 13:50 „Síðasta fréttin hefur verið birt Ekki er hægt að heimsækja vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, lengur. Reyni notendur að fara þar inn kemur texti þar sem stendur að síðasta frétt blaðsins hafi verið birt og fólki beint á vefi DV og Hringbrautar. Viðskipti innlent 5.4.2023 11:46 Situr einn Íslendinga eftir á lista Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson situr einn Íslendinga á árlegum lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Auðæfi hans eru metin á 340 milljarða íslenskra króna. Davíð Helgason var á listanum í fyrra en hann er nú fallinn af honum. Viðskipti innlent 5.4.2023 10:35 Björg og Bogey til Brandenburg Hönnunar- og auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, Björg Valgeirsdóttur og Bogeyju Ragnheiði Sigfúsdóttur. Báðar munu þær gegna stöðu viðskiptastjóra innan fyrirtækisins. Þær hafa báðar hafið störf. Viðskipti innlent 5.4.2023 08:48 Panikka alltaf á mismunandi tímum en nú í skýjunum yfir viðtökunum Það var heldur betur stemning í síðustu viku hjá þeim stöllunum Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur og Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur, sem kynntu til leiks fyrstu útgáfuna af HEIMA-appinu svo kallaða: Atvinnulíf 5.4.2023 07:01 Arion viðurkennir brot og greiðir tugi milljóna Arion banki hefur viðurkennt brot sín á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja. Forsvarsmenn bankans sýndu ríkan samstarfsvilja á meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málinu stóð yfir og hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta. Viðskipti innlent 4.4.2023 16:52 Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Geimferðarfyrirtækið Virgin Orbit í eigu breska auðkýfingsins Richards Barnason óskaði eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í gær. Eldflaugarskot fyrirtækisins misheppnaðist fyrr á þessu ári og það hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna frekari tilraunir. Viðskipti erlent 4.4.2023 12:20 Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. Viðskipti erlent 4.4.2023 11:49 Kröfur upp á 250 milljónir í þrotabú Cintamani Lýstar kröfur í þrotabú Cintamani ehf. námu rúmlega 250 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu og því fékkst engin greiðsla upp í lýstar kröfur. Viðskipti innlent 4.4.2023 11:46 Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin. Viðskipti erlent 4.4.2023 10:11 Tjörvi tekur við af Hilmari Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 4.4.2023 09:49 Steinunn, Svanhildur og Guðrún til Aton.JL Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Guðrún Norðfjörð voru nýlega ráðnar til Aton.JL en þær hafa þegar hafið störf. Steinunn og Svanhildur starfa sem ráðgjafar og Guðrún starfar sem verkefnastjóri. Viðskipti innlent 4.4.2023 09:38 Stofnuðu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins eftir tveggja ára undirbúning Í dag var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning. Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og stofnendur eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 3.4.2023 22:48 Kaupir fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir í Regin Halldór Benjamín Þorbergsson, sem tekur við starfi forstjóra Regins í sumar, er búinn að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að kaupin eru gerð í gegnum Optio ehf. en um er að ræða félag sem er alfarið í eigu Halldórs. Viðskipti innlent 3.4.2023 16:22 Loka hjá Berki eftir fimmtíu ára starf og nítján missa vinnuna Öllum starfsmönnum Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri, alls nítján talsins, var sagt upp störfum í lok nýliðins mánaðar og mun rúmlega fimmtíu ára sögu félagsins líða undir lok í sumar. Viðskipti innlent 3.4.2023 15:32 DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. Viðskipti innlent 3.4.2023 13:33 Nýjar og öflugri hraðhleðslustöðvar N1 N1 mun á næstu mánuðum stækka og uppfæra hraðhleðslustöðvanet sitt á landinu. Alls stefnir félagið á að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun sem allar verða með 150 kW hleðslugetu. Samstarf 3.4.2023 13:00 Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. Viðskipti erlent 3.4.2023 11:57 Helga, Bjarki og Oliver nýir stjórnendur hjá Samkaupum Helga Dís Jakobsdóttir, Bjarki Snær Sæþórsson og Oliver Pétursson eru nýir stjórnendur hjá Samkaupum að því fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Helga sem markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Iceland verslananna, Bjarki sem sölustjóri Nettó og Iceland verslana og Oliver sem sölustjóri Krambúða og Kjörbúða Viðskipti innlent 3.4.2023 11:21 Hildur ráðin forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka Hildur Eiríksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka, en hún hefur að undanförnu gegnt þar stöðu viðskiptastjóra. Viðskipti innlent 3.4.2023 09:22 Þau hlutu Íslensku vefverðlaunin í ár Íslensku vefverðlaunin voru afhent í Gamla bíói í Reykjavík síðastliðinn föstudag þar sem verðlaun voru veitt í fimmtán flokkum. Viðskipti innlent 3.4.2023 07:25 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. Atvinnulíf 3.4.2023 07:00 Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. Viðskipti innlent 2.4.2023 09:50 „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“ Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð. Viðskipti innlent 1.4.2023 22:07 Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. Viðskipti innlent 1.4.2023 19:20 Siðareglur blaðamanna uppfærðar í fyrsta sinn í 32 ár Siðareglur blaðamanna hafa verið uppfærðar í fyrsta sinn síðan árið 1991. Eru reglurnar nú þrettán talsins í staðinn fyrir þær sex sem voru til staðar áður. Viðskipti innlent 1.4.2023 14:40 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. Viðskipti innlent 1.4.2023 13:01 Bankar hækka vexti hver á fætur öðrum Landsbankinn hefur breytt vöxtum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Sem dæmi hafa breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækkað um eitt prósent og standa nú í níu prósentum. Arion banki gerði slíkt hið sama í vikunni. Viðskipti innlent 1.4.2023 11:00 Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. Atvinnulíf 1.4.2023 10:01 Gústi B og Rikki G opna FM95mathöll Ný mathöll verður opnuð í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur við hátíðlega athöfn klukkan 11:30 í dag. Það eru útvarpsmennirnir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, sem eru í forsvari fyrir hana. Mun hún heita FM95Mathöll. Viðskipti innlent 1.4.2023 07:00 « ‹ 117 118 119 120 121 122 123 124 125 … 334 ›
Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Viðskipti innlent 5.4.2023 13:50
„Síðasta fréttin hefur verið birt Ekki er hægt að heimsækja vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, lengur. Reyni notendur að fara þar inn kemur texti þar sem stendur að síðasta frétt blaðsins hafi verið birt og fólki beint á vefi DV og Hringbrautar. Viðskipti innlent 5.4.2023 11:46
Situr einn Íslendinga eftir á lista Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson situr einn Íslendinga á árlegum lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Auðæfi hans eru metin á 340 milljarða íslenskra króna. Davíð Helgason var á listanum í fyrra en hann er nú fallinn af honum. Viðskipti innlent 5.4.2023 10:35
Björg og Bogey til Brandenburg Hönnunar- og auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, Björg Valgeirsdóttur og Bogeyju Ragnheiði Sigfúsdóttur. Báðar munu þær gegna stöðu viðskiptastjóra innan fyrirtækisins. Þær hafa báðar hafið störf. Viðskipti innlent 5.4.2023 08:48
Panikka alltaf á mismunandi tímum en nú í skýjunum yfir viðtökunum Það var heldur betur stemning í síðustu viku hjá þeim stöllunum Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur og Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur, sem kynntu til leiks fyrstu útgáfuna af HEIMA-appinu svo kallaða: Atvinnulíf 5.4.2023 07:01
Arion viðurkennir brot og greiðir tugi milljóna Arion banki hefur viðurkennt brot sín á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja. Forsvarsmenn bankans sýndu ríkan samstarfsvilja á meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málinu stóð yfir og hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta. Viðskipti innlent 4.4.2023 16:52
Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Geimferðarfyrirtækið Virgin Orbit í eigu breska auðkýfingsins Richards Barnason óskaði eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í gær. Eldflaugarskot fyrirtækisins misheppnaðist fyrr á þessu ári og það hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna frekari tilraunir. Viðskipti erlent 4.4.2023 12:20
Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. Viðskipti erlent 4.4.2023 11:49
Kröfur upp á 250 milljónir í þrotabú Cintamani Lýstar kröfur í þrotabú Cintamani ehf. námu rúmlega 250 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu og því fékkst engin greiðsla upp í lýstar kröfur. Viðskipti innlent 4.4.2023 11:46
Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin. Viðskipti erlent 4.4.2023 10:11
Tjörvi tekur við af Hilmari Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 4.4.2023 09:49
Steinunn, Svanhildur og Guðrún til Aton.JL Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Guðrún Norðfjörð voru nýlega ráðnar til Aton.JL en þær hafa þegar hafið störf. Steinunn og Svanhildur starfa sem ráðgjafar og Guðrún starfar sem verkefnastjóri. Viðskipti innlent 4.4.2023 09:38
Stofnuðu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins eftir tveggja ára undirbúning Í dag var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning. Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og stofnendur eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 3.4.2023 22:48
Kaupir fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir í Regin Halldór Benjamín Þorbergsson, sem tekur við starfi forstjóra Regins í sumar, er búinn að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að kaupin eru gerð í gegnum Optio ehf. en um er að ræða félag sem er alfarið í eigu Halldórs. Viðskipti innlent 3.4.2023 16:22
Loka hjá Berki eftir fimmtíu ára starf og nítján missa vinnuna Öllum starfsmönnum Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri, alls nítján talsins, var sagt upp störfum í lok nýliðins mánaðar og mun rúmlega fimmtíu ára sögu félagsins líða undir lok í sumar. Viðskipti innlent 3.4.2023 15:32
DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. Viðskipti innlent 3.4.2023 13:33
Nýjar og öflugri hraðhleðslustöðvar N1 N1 mun á næstu mánuðum stækka og uppfæra hraðhleðslustöðvanet sitt á landinu. Alls stefnir félagið á að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun sem allar verða með 150 kW hleðslugetu. Samstarf 3.4.2023 13:00
Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. Viðskipti erlent 3.4.2023 11:57
Helga, Bjarki og Oliver nýir stjórnendur hjá Samkaupum Helga Dís Jakobsdóttir, Bjarki Snær Sæþórsson og Oliver Pétursson eru nýir stjórnendur hjá Samkaupum að því fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Helga sem markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Iceland verslananna, Bjarki sem sölustjóri Nettó og Iceland verslana og Oliver sem sölustjóri Krambúða og Kjörbúða Viðskipti innlent 3.4.2023 11:21
Hildur ráðin forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka Hildur Eiríksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka, en hún hefur að undanförnu gegnt þar stöðu viðskiptastjóra. Viðskipti innlent 3.4.2023 09:22
Þau hlutu Íslensku vefverðlaunin í ár Íslensku vefverðlaunin voru afhent í Gamla bíói í Reykjavík síðastliðinn föstudag þar sem verðlaun voru veitt í fimmtán flokkum. Viðskipti innlent 3.4.2023 07:25
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. Atvinnulíf 3.4.2023 07:00
Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. Viðskipti innlent 2.4.2023 09:50
„Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“ Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð. Viðskipti innlent 1.4.2023 22:07
Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. Viðskipti innlent 1.4.2023 19:20
Siðareglur blaðamanna uppfærðar í fyrsta sinn í 32 ár Siðareglur blaðamanna hafa verið uppfærðar í fyrsta sinn síðan árið 1991. Eru reglurnar nú þrettán talsins í staðinn fyrir þær sex sem voru til staðar áður. Viðskipti innlent 1.4.2023 14:40
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. Viðskipti innlent 1.4.2023 13:01
Bankar hækka vexti hver á fætur öðrum Landsbankinn hefur breytt vöxtum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Sem dæmi hafa breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækkað um eitt prósent og standa nú í níu prósentum. Arion banki gerði slíkt hið sama í vikunni. Viðskipti innlent 1.4.2023 11:00
Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. Atvinnulíf 1.4.2023 10:01
Gústi B og Rikki G opna FM95mathöll Ný mathöll verður opnuð í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur við hátíðlega athöfn klukkan 11:30 í dag. Það eru útvarpsmennirnir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, sem eru í forsvari fyrir hana. Mun hún heita FM95Mathöll. Viðskipti innlent 1.4.2023 07:00