Viðskipti Erling frá Deloitte til Carbfix Erling Tómasson viðskiptafræðingur og endurskoðandi hefur verið ráðinn til að stýra rekstri og fjármálum Carbfix. Hann hefur nú þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 16.12.2022 10:04 Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. Neytendur 15.12.2022 18:20 Stóra fröllumálið: Tollalækkun „lítið skref fyrir Alþingi en stórt skref fyrir franskar kartöflur“ Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram. Viðskipti innlent 15.12.2022 16:35 Lítill munur á verði á jólamat milli Bónuss og Krónunnar Bónus var oftast með lægsta verðið í nýlegri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á jólamat. Könnunin var gerð í átta matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar, verðbreytingar tíðar og hvetur ASÍ neytendur til að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum. Neytendur 15.12.2022 14:17 Kaupmáttarminnkun á milli ára á þriðja ársfjórðungi Bráðabirgðaniðurstöður Hagstofu Íslands sýna 5,8 prósent aukningu á ráðstöfunartekjum heimilisgeirans á þriðja ársfjórðungi miðað við á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um 2,9 prósent en kaupmáttur þeirra á sama tíma dregist saman um 6,1 prósent. Í kaupmáttarútreikningum er tekið tillit til verðlagsþróunar. Viðskipti innlent 15.12.2022 10:44 Kr. í Þorlákshöfn og Vík verða að Krónunni Verslununum Kr. í Þorlákshöfn og Vík í Mýrdal hefur verið breytt í Krónuverslanir. Verðið þar breytist í dag og verða verslunirnar teknar í gegn eftir áramót. Verslunarstjórinn í Þorlákshöfn segir breytingarnar muna öllu fyrir bæjarbúa. Neytendur 15.12.2022 09:18 Bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Zürich Svissneska flugfélagið Edelweiss Air mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zürich í Sviss yfir sjö vikna tímabil næstkomandi sumar. Viðskipti innlent 15.12.2022 09:11 Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 15.12.2022 09:00 Öflugir lyftarar fyrir allar tegundir verkefna Kraftlausnir er nýtt fyrirtæki sem sér um innflutning á lyfturum sem og viðgerðarþjónustu og varahlutasölu fyrir lyftara. Starfsmenn Kraftlausna aðstoða þig við að finna nýjan eða notaðan lyftara sem hentar þínum rekstri. Samstarf 15.12.2022 08:45 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. Atvinnulíf 15.12.2022 07:01 Álverin óttast áhrif kolefnisgjalds á innflutt ál Íslenskir og evrópskir álframleiðendur óttast að nýtt gjald sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt ál geti skekkt enn frekar samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði og gert fyrirtæki sem framleiða álvörur ósamkeppnishæf. Kerfið gæti dýpkað loftslagsvandann í stað þess að draga úr honum. Viðskipti erlent 15.12.2022 07:01 „Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. Viðskipti erlent 14.12.2022 23:05 Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með. Viðskipti innlent 14.12.2022 21:32 Kristín Soffía segir upp stöðu sinni hjá KLAK Kristín Soffía Jónsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra hjá KLAK - Icelandic Startups, síðan í júní 2021 og hefur nú sagt starfi sínu lausu. Kristín gengur til liðs við Leitar Capital á nýju ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:39 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:01 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. Viðskipti innlent 14.12.2022 11:02 Nýr drykkur trónir á toppnum sem ódýrasti vínandi Vínbúðarinnar Ísland í dag fjallaði um bjórverð á hinum ýmsu stöðum síðasta miðvikudag, þar sem tekin var punktstaðan á skjali sem heldur utan um ódýrasta áfengið í Vínbúðinni. Viðskipti innlent 14.12.2022 09:00 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:48 Afurðastöðvar fái ekki undanþágu frá reglum um ólöglegt samráð Samkeppniseftirlitið leggst gegn frumvarpsdrögum um undanþágur frá samkeppnislögum til handa afurðastöðvum í kjötiðnaði og telur drögin alls ekki til þess fallnar að treysta íslenskan landbúnað. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:40 Birkir til Arctic Adventures Birkir Björnsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:02 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. Atvinnulíf 14.12.2022 07:01 Greiðir tveggja milljarða dala sekt í peningaþvættismáli Danske Bank hefur samþykkt að greiða tveggja milljarða Bandaríkjadala sekt í tengslum við rannsókn á peningaþvætti í einu af útibúum bankans. Sektin er liður í sátt bankans við bandarísk, eistnesk og dönsk yfirvöld. Viðskipti erlent 14.12.2022 06:39 Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. Viðskipti erlent 14.12.2022 00:00 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. Viðskipti innlent 13.12.2022 22:24 Icelandair hefur flugferðir til Ísrael Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. Viðskipti innlent 13.12.2022 15:19 Sakaður um að féfletta fjárfesta FTX Bandaríska verðbréfaeftirlitið sakar Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX, um að hafa féflett fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. Fénu hafi hann beint í eigin vogunarsjóðs sem hann notaði í áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og styrki til stjórnmálaflokka. Viðskipti erlent 13.12.2022 14:28 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. Viðskipti innlent 13.12.2022 13:32 Greiða leiðina að nýstárlegu kolefnisgjaldi á innflutning til Evrópu Evrópsk innflutningsfyrirtæki þyrftu í raun að greiða kolefnisgjald af ákveðnum vörum sem þau flytja inn frá löndum sem hafa minni metnað í loftslagsmálum með nýrri löggjöf sem Evrópuþingið og leiðtogaráð Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um. Reglurnar yrðu þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Viðskipti erlent 13.12.2022 11:16 Ólafur Karl nýr framkvæmdastjóri Marel Fish Ólafur Karl Sigurðsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Marel Fish. Hann tekur við af Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur sem yfirgefur nú Marel og tekur við sem forstjóri tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13.12.2022 10:02 Guðbjörg Heiða tekur við Verði Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13.12.2022 09:27 « ‹ 142 143 144 145 146 147 148 149 150 … 334 ›
Erling frá Deloitte til Carbfix Erling Tómasson viðskiptafræðingur og endurskoðandi hefur verið ráðinn til að stýra rekstri og fjármálum Carbfix. Hann hefur nú þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 16.12.2022 10:04
Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. Neytendur 15.12.2022 18:20
Stóra fröllumálið: Tollalækkun „lítið skref fyrir Alþingi en stórt skref fyrir franskar kartöflur“ Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram. Viðskipti innlent 15.12.2022 16:35
Lítill munur á verði á jólamat milli Bónuss og Krónunnar Bónus var oftast með lægsta verðið í nýlegri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á jólamat. Könnunin var gerð í átta matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar, verðbreytingar tíðar og hvetur ASÍ neytendur til að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum. Neytendur 15.12.2022 14:17
Kaupmáttarminnkun á milli ára á þriðja ársfjórðungi Bráðabirgðaniðurstöður Hagstofu Íslands sýna 5,8 prósent aukningu á ráðstöfunartekjum heimilisgeirans á þriðja ársfjórðungi miðað við á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um 2,9 prósent en kaupmáttur þeirra á sama tíma dregist saman um 6,1 prósent. Í kaupmáttarútreikningum er tekið tillit til verðlagsþróunar. Viðskipti innlent 15.12.2022 10:44
Kr. í Þorlákshöfn og Vík verða að Krónunni Verslununum Kr. í Þorlákshöfn og Vík í Mýrdal hefur verið breytt í Krónuverslanir. Verðið þar breytist í dag og verða verslunirnar teknar í gegn eftir áramót. Verslunarstjórinn í Þorlákshöfn segir breytingarnar muna öllu fyrir bæjarbúa. Neytendur 15.12.2022 09:18
Bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Zürich Svissneska flugfélagið Edelweiss Air mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zürich í Sviss yfir sjö vikna tímabil næstkomandi sumar. Viðskipti innlent 15.12.2022 09:11
Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 15.12.2022 09:00
Öflugir lyftarar fyrir allar tegundir verkefna Kraftlausnir er nýtt fyrirtæki sem sér um innflutning á lyfturum sem og viðgerðarþjónustu og varahlutasölu fyrir lyftara. Starfsmenn Kraftlausna aðstoða þig við að finna nýjan eða notaðan lyftara sem hentar þínum rekstri. Samstarf 15.12.2022 08:45
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. Atvinnulíf 15.12.2022 07:01
Álverin óttast áhrif kolefnisgjalds á innflutt ál Íslenskir og evrópskir álframleiðendur óttast að nýtt gjald sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt ál geti skekkt enn frekar samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði og gert fyrirtæki sem framleiða álvörur ósamkeppnishæf. Kerfið gæti dýpkað loftslagsvandann í stað þess að draga úr honum. Viðskipti erlent 15.12.2022 07:01
„Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. Viðskipti erlent 14.12.2022 23:05
Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með. Viðskipti innlent 14.12.2022 21:32
Kristín Soffía segir upp stöðu sinni hjá KLAK Kristín Soffía Jónsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra hjá KLAK - Icelandic Startups, síðan í júní 2021 og hefur nú sagt starfi sínu lausu. Kristín gengur til liðs við Leitar Capital á nýju ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:39
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:01
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. Viðskipti innlent 14.12.2022 11:02
Nýr drykkur trónir á toppnum sem ódýrasti vínandi Vínbúðarinnar Ísland í dag fjallaði um bjórverð á hinum ýmsu stöðum síðasta miðvikudag, þar sem tekin var punktstaðan á skjali sem heldur utan um ódýrasta áfengið í Vínbúðinni. Viðskipti innlent 14.12.2022 09:00
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:48
Afurðastöðvar fái ekki undanþágu frá reglum um ólöglegt samráð Samkeppniseftirlitið leggst gegn frumvarpsdrögum um undanþágur frá samkeppnislögum til handa afurðastöðvum í kjötiðnaði og telur drögin alls ekki til þess fallnar að treysta íslenskan landbúnað. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:40
Birkir til Arctic Adventures Birkir Björnsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:02
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. Atvinnulíf 14.12.2022 07:01
Greiðir tveggja milljarða dala sekt í peningaþvættismáli Danske Bank hefur samþykkt að greiða tveggja milljarða Bandaríkjadala sekt í tengslum við rannsókn á peningaþvætti í einu af útibúum bankans. Sektin er liður í sátt bankans við bandarísk, eistnesk og dönsk yfirvöld. Viðskipti erlent 14.12.2022 06:39
Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. Viðskipti erlent 14.12.2022 00:00
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. Viðskipti innlent 13.12.2022 22:24
Icelandair hefur flugferðir til Ísrael Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. Viðskipti innlent 13.12.2022 15:19
Sakaður um að féfletta fjárfesta FTX Bandaríska verðbréfaeftirlitið sakar Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX, um að hafa féflett fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. Fénu hafi hann beint í eigin vogunarsjóðs sem hann notaði í áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og styrki til stjórnmálaflokka. Viðskipti erlent 13.12.2022 14:28
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. Viðskipti innlent 13.12.2022 13:32
Greiða leiðina að nýstárlegu kolefnisgjaldi á innflutning til Evrópu Evrópsk innflutningsfyrirtæki þyrftu í raun að greiða kolefnisgjald af ákveðnum vörum sem þau flytja inn frá löndum sem hafa minni metnað í loftslagsmálum með nýrri löggjöf sem Evrópuþingið og leiðtogaráð Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um. Reglurnar yrðu þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Viðskipti erlent 13.12.2022 11:16
Ólafur Karl nýr framkvæmdastjóri Marel Fish Ólafur Karl Sigurðsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Marel Fish. Hann tekur við af Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur sem yfirgefur nú Marel og tekur við sem forstjóri tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13.12.2022 10:02
Guðbjörg Heiða tekur við Verði Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13.12.2022 09:27