Viðskipti Helga hættir sem formaður bankaráðs Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Viðskipti innlent 23.2.2024 10:02 Rapyd í ólgusjó: Herjað á mörg hundruð fyrirtæki að slíta viðskiptum við Rapyd Tugir viðskiptavina hafa hætt viðskiptum við greiðsluhirðinn Rapyd Europe á síðustu vikum. Forstjórinn segir sniðgönguna bitna á starfsfólki fyrirtækisins en aðgerðasinnar segja efnahagssniðgöngu eina vopn almennra borgara. Ríkiskaup endurnýjuðu samning sinn við Rapyd Europe á mánudag en eru að undirbúa nýtt útboð á færsluhirðingu. Viðskipti innlent 23.2.2024 08:01 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. Atvinnulíf 23.2.2024 07:00 Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. Neytendur 22.2.2024 19:13 Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang. Viðskipti innlent 22.2.2024 16:59 Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign. Viðskipti innlent 22.2.2024 16:28 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. Viðskipti innlent 22.2.2024 15:42 Glænýr og endurhannaður Ford Transit Custom frumsýndur Í dag, fimmtudaginn 22. febrúar, frumsýnir Ford á Íslandi með stolti glænýjan og virkilega vel endurhannaðan Ford Transit Custom. Samstarf 22.2.2024 14:46 „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. Viðskipti innlent 22.2.2024 12:30 Samráðið hafi kostað samfélagið 62 milljarða króna Samkvæmt frummati sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR kostaði meint ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013. Viðskipti innlent 22.2.2024 10:56 Veita eigendum íbúða í Grindavík undanþágu Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Viðskipti innlent 22.2.2024 08:45 Líf færðist á markaðinn seinni hluta liðins árs en meðalsölutíminn lengdist Kaupsamningar á nýliðnu ári voru 9.156 talsins og var heildarfjárhæð þeirra 644,4 milljarðar króna. Þar af voru gerðir 950 kaupsamningar í desembermánuði sem er vel yfir mánaðarmeðaltali ársins, meðal annars vegna magnkaupa á íbúðum sem ætlaðar voru Grindvíkingum. Viðskipti innlent 22.2.2024 07:41 Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður „Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður. Atvinnulíf 22.2.2024 07:00 Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. Viðskipti innlent 21.2.2024 20:40 Vildi einn lækka stýrivexti Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. Viðskipti innlent 21.2.2024 18:36 Bjóða níræðum ókeypis flug Í ár eru 90 ár frá stofnun norska flugfélagsins Widerøe. Af því tilefni hafa forsvarsmenn félagsins ákveðið að bjóða fólki fæddu 1934 frítt flug. Viðskipti erlent 21.2.2024 18:07 Gekk erfiðlega að svara fyrir meint okur og sagði upp störfum Yfirmaður verslunarkeðjunnar Woolworths í Ástralíu hefur sagt af sér eftir erfitt viðtal þar sem hann var yfirheyrður um verðlagningu og meint okur. Gekk hann út, augljóslega ósáttur við spurningar blaðamanns, en samþykkti svo að klára viðtalið. Viðskipti erlent 21.2.2024 12:35 „Þetta er alvöru skrímsli“ Magnús Sverrir Þorsteinsson, fyrrverandi fótboltakappi og nú forstjóri bílaleigu í Reykjanesbæ var að kaupa sér 60 milljóna króna jeppa. Viðskipti innlent 21.2.2024 11:56 Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. Viðskipti innlent 21.2.2024 10:29 Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. Neytendur 21.2.2024 10:15 Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. Viðskipti innlent 21.2.2024 07:45 Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. Atvinnulíf 21.2.2024 07:01 Hagnaður Símans dróst saman um tæpan þriðjung milli ára Rekstarhagnaður Símans var 2.079 milljónir króna árið 2023 samanborið við 2.945 milljónir króna árið 2022. Viðskipti innlent 20.2.2024 22:38 Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. Viðskipti innlent 20.2.2024 21:21 „Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig“ Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð. Viðskipti innlent 20.2.2024 17:56 Magnús hættur hjá Símanum Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Magnús hefur setið í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2014 auk þess að hafa áður starfað hjá fyrrum dótturfélagi Símans Skjánum á árunum 2004-2007. Viðskipti innlent 20.2.2024 16:52 Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Viðskipti innlent 20.2.2024 13:22 Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. Viðskipti innlent 20.2.2024 09:33 Gamla Straumi-Burðarás formlega slitið Félaginu ALMC hf., sem hét áður Straumur-Burðarás og var um tíma stærsti fjárfestingarbanki landsins, hefur formlega verið slitið. Skilanefnd samþykkti kröfur upp á um 25 milljónir króna en lýstar kröfur námu um 48 milljónum króna. Samþykktar kröfur voru greiddar að fullu. Viðskipti innlent 19.2.2024 23:53 Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag. Viðskipti innlent 19.2.2024 19:31 « ‹ 58 59 60 61 62 63 64 65 66 … 334 ›
Helga hættir sem formaður bankaráðs Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Viðskipti innlent 23.2.2024 10:02
Rapyd í ólgusjó: Herjað á mörg hundruð fyrirtæki að slíta viðskiptum við Rapyd Tugir viðskiptavina hafa hætt viðskiptum við greiðsluhirðinn Rapyd Europe á síðustu vikum. Forstjórinn segir sniðgönguna bitna á starfsfólki fyrirtækisins en aðgerðasinnar segja efnahagssniðgöngu eina vopn almennra borgara. Ríkiskaup endurnýjuðu samning sinn við Rapyd Europe á mánudag en eru að undirbúa nýtt útboð á færsluhirðingu. Viðskipti innlent 23.2.2024 08:01
Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. Atvinnulíf 23.2.2024 07:00
Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. Neytendur 22.2.2024 19:13
Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang. Viðskipti innlent 22.2.2024 16:59
Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign. Viðskipti innlent 22.2.2024 16:28
Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. Viðskipti innlent 22.2.2024 15:42
Glænýr og endurhannaður Ford Transit Custom frumsýndur Í dag, fimmtudaginn 22. febrúar, frumsýnir Ford á Íslandi með stolti glænýjan og virkilega vel endurhannaðan Ford Transit Custom. Samstarf 22.2.2024 14:46
„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. Viðskipti innlent 22.2.2024 12:30
Samráðið hafi kostað samfélagið 62 milljarða króna Samkvæmt frummati sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR kostaði meint ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013. Viðskipti innlent 22.2.2024 10:56
Veita eigendum íbúða í Grindavík undanþágu Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Viðskipti innlent 22.2.2024 08:45
Líf færðist á markaðinn seinni hluta liðins árs en meðalsölutíminn lengdist Kaupsamningar á nýliðnu ári voru 9.156 talsins og var heildarfjárhæð þeirra 644,4 milljarðar króna. Þar af voru gerðir 950 kaupsamningar í desembermánuði sem er vel yfir mánaðarmeðaltali ársins, meðal annars vegna magnkaupa á íbúðum sem ætlaðar voru Grindvíkingum. Viðskipti innlent 22.2.2024 07:41
Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður „Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður. Atvinnulíf 22.2.2024 07:00
Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. Viðskipti innlent 21.2.2024 20:40
Vildi einn lækka stýrivexti Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. Viðskipti innlent 21.2.2024 18:36
Bjóða níræðum ókeypis flug Í ár eru 90 ár frá stofnun norska flugfélagsins Widerøe. Af því tilefni hafa forsvarsmenn félagsins ákveðið að bjóða fólki fæddu 1934 frítt flug. Viðskipti erlent 21.2.2024 18:07
Gekk erfiðlega að svara fyrir meint okur og sagði upp störfum Yfirmaður verslunarkeðjunnar Woolworths í Ástralíu hefur sagt af sér eftir erfitt viðtal þar sem hann var yfirheyrður um verðlagningu og meint okur. Gekk hann út, augljóslega ósáttur við spurningar blaðamanns, en samþykkti svo að klára viðtalið. Viðskipti erlent 21.2.2024 12:35
„Þetta er alvöru skrímsli“ Magnús Sverrir Þorsteinsson, fyrrverandi fótboltakappi og nú forstjóri bílaleigu í Reykjanesbæ var að kaupa sér 60 milljóna króna jeppa. Viðskipti innlent 21.2.2024 11:56
Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. Viðskipti innlent 21.2.2024 10:29
Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. Neytendur 21.2.2024 10:15
Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. Viðskipti innlent 21.2.2024 07:45
Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. Atvinnulíf 21.2.2024 07:01
Hagnaður Símans dróst saman um tæpan þriðjung milli ára Rekstarhagnaður Símans var 2.079 milljónir króna árið 2023 samanborið við 2.945 milljónir króna árið 2022. Viðskipti innlent 20.2.2024 22:38
Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. Viðskipti innlent 20.2.2024 21:21
„Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig“ Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð. Viðskipti innlent 20.2.2024 17:56
Magnús hættur hjá Símanum Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Magnús hefur setið í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2014 auk þess að hafa áður starfað hjá fyrrum dótturfélagi Símans Skjánum á árunum 2004-2007. Viðskipti innlent 20.2.2024 16:52
Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Viðskipti innlent 20.2.2024 13:22
Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. Viðskipti innlent 20.2.2024 09:33
Gamla Straumi-Burðarás formlega slitið Félaginu ALMC hf., sem hét áður Straumur-Burðarás og var um tíma stærsti fjárfestingarbanki landsins, hefur formlega verið slitið. Skilanefnd samþykkti kröfur upp á um 25 milljónir króna en lýstar kröfur námu um 48 milljónum króna. Samþykktar kröfur voru greiddar að fullu. Viðskipti innlent 19.2.2024 23:53
Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag. Viðskipti innlent 19.2.2024 19:31