Viðskipti

Spreng­hlægi­legt að sjá pabba sinn á dans­gólfinu

Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi.

Atvinnulíf

Skattur af rúmum milljarði króna heyrir sögunni til

Elkem Ísland ehf. þarf ekki að greiða íslenska ríkinu skatt af rúmlega milljarði króna. Landsréttur staðfesti í dag niðurfellingu héraðsdóms á úrskurði ríkisskattstjóra. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við.

Viðskipti innlent

Enn fleiri sektaðir vegna full­yrðinga um CBD

Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár.

Neytendur

Öl­gerðin breytir slag­orðinu fyrir Kristal

Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn.  Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn.

Viðskipti innlent

Halla lítur í kringum sig

Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ánægjuvogin af­hent

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og fimmta skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir fjórtán atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri.

Viðskipti innlent

Apple veltir Samsung úr sessi

Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum.

Viðskipti erlent

Falið að bæta verð­lags­eftir­lit og staf­ræna þjónustu

Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Strand í við­ræðum um krónu­tölu­hækkun

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 

Viðskipti innlent