Viðskipti

Ein­stakt peninga­safn Freys á upp­boð í Dan­mörku

Því sem lýst er sem „besta einkasafn íslenskra peningaseðla sem fyrirfinnst“ og er í eigu Freys Jóhannessonar hefur verið sett á sett á uppboð hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen. Uppboðið fer fram í beinni útsendingu þann 7. nóvember næstkomandi og verður það fyrsta í nýju aðsetri Bruun Rasmussen í Lyngby.

Viðskipti innlent

Fær tíu miða klippi­kort hjá Niceair endur­greitt

Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. 

Neytendur

Blikk brýtur blað með grænu ljósi Seðla­bankans

Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. þróar lausn sem felst í því að greiðsla færist beint af bankareikningi kaupanda yfir á bankareikning seljanda án aðkomu hefðbundinna greiðslukortafyrirtækja. Fyrirtækið er fyrsta greiðslustofnun á Íslandi sem hlýtur starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands sem greiðsluvirkjandi og reikningsupplýsingaþjónusta.

Viðskipti innlent

Ingunn tekur við Olís af Frosta

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum

Viðskipti innlent

Fyrsta flug ea­syJet til Akur­eyrar

Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga.

Viðskipti innlent

Virði X helmingi minna á einu ári

Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna.

Viðskipti erlent

Fimm ráðin til Maven

Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar.

Viðskipti innlent

Hafa ekki valið enskt heiti fyrir Kerið

„Við erum mjög ánægðir með að hafa náð að klára þessi viðskipti og erum mjög spenntir fyrir því að taka við þessum stað og reyna að varðveita hann og byggja upp sem öflugan ferðamannastað,“ segir forstjóri Arctic adventures um kaup á Kerinu. Kaupverðið er trúnaðarmál og Kerinu hefur ekki verið fundið nýtt nafn.

Viðskipti innlent

Gömlu húsa­kynni Húrra glædd nýju lífi

Skemmtistaðurinn Húrra fær endurnýjun lífdaga von bráðar en rekstrarstjóri skemmtistaðarins Bravó hyggst opna þar nýjan stað, sem ber nafnið Radar. Áhersla verður lögð á raftónlist og þá tekur Bravó einnig breytingum. Nýi staðurinn opnar í nóvember.

Viðskipti innlent

Taylor Swift orðin milljarðamæringur

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins.

Viðskipti erlent