Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2025 13:22 Málið varðar greiðslur fyrri rekstraraðila Hressingarskálans til innflytjanda kóks á Íslandi. Vísir/Vilhelm Gjaldþrota veitingamaður mátti greiða innflytjanda Coca-Cola á Íslandi tæplega þrjátíu milljónir króna, rétt áður en hann varð gjaldþrota. Hæstiréttur taldi innflytjandann ekki hafa verið grandsaman um ógjaldfærni veitingamannsins þrátt fyrir að félög hans væru í verulegum fjárhagsvanda. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis í máli þrotabús Einars Sturlu Möinichen á hendur Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP. Einar Sturla rak um árabil fjölda veitinga- og skemmtistaða, þar á meðal Hressingarskálann, Bar ananas og Sushibarinn. Þrotabúið höfðaði mál á hendur CCEP til þess að freysta þess að fá tveimur greiðslum Einars Sturlu til CCEP rift á grundvelli riftunarreglu laga um gjaldþrotaskipti og fleira. Héraðsdómur sýknaði CCEP ef kröfum þrotabúsins sem vörðuðu greiðslur upp á níu milljónir króna og 29 milljónir króna. Þrotabúið undi við niðurstöðuna varðandi lægri greiðsluna en áfrýjaði niðurstöðu varðandi milljónirnar 29 til Landsréttar. Félögin í vanda og eignalaus með öllu Landsréttur taldi að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hefði verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hefði því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá var rakið að Einar Sturla hefði átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hefði því verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félög hans hefðu að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Því var fallist á riftunarkröfu þrotabúsins og CCEP gert að endurgreiða búinu milljónirnar 29. Túlka þurfi riftunarreglurnar þröngt Í niðurstöðukafla dóms Hæstaréttar segir að samkvæmt ákvæðum tuttugasta kafla laga um gjaldþrotaskipti og fleira sé þrotabúi heimilt að rifta tilteknum ráðstöfunum þrotamanns í aðdraganda gjaldþrotaskipta á búi hans. Tilgangur þessara reglna sé að stuðla að því grundvallarmarkmiði laganna að jafnræði ríki milli kröfuhafa og jafnframt að ná undir skiptin verðmætum sem þrotamaður hefur ráðstafað. Riftunarreglur laganna séu að meginstefnu hlutlægar og feli í sér rúmar heimildir fyrir þrotabú til að fá ráðstöfunum þrotamanns hnekkt. Öðru gegni þó um hina almennu riftunarreglu laganna sem feli í sér þrengri skilyrði til riftunar og velti meðal annars á huglægri afstöðu þess sem hún beinist að. Hvað sem líður fyrrgreindum tilgangi riftunarreglna laganna verði að hafa í huga að þær fela í sér frávik frá almennu frelsi manna til að ráðstafa hagsmunum sínum með löggerningum, meðal annars til að ráða bót á fjárhagsörðugleikum sínum. Verði þá einnig að horfa til þess að það kunni að draga úr viðskiptaöryggi ef löggerningum er raskað síðar og þá því meir sem lengra er liðið frá gerð þeirra. Að þessu gættu verði riftunarreglur laganna almennt skýrðar eftir orðanna hljóðan og þeim að jafnaði ekki beitt með rýmri hætti en orðalagið gefur tilefni til. Kröfuhafi þarf að vera grandsamur um ógjaldfærni Í dóminum segir að almenna riftunarreglan hljóði svo: Krefjast má riftunar ráðstafana sem á ótilhlýðilegan hátt eru kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir þrotamanns verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiða til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, ef þrotamaður var ógjaldfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hafði hag af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg. Eins og tekið er fram í ákvæðinu sé gerður sá áskilnaður fyrir riftun ráðstöfunar að sá sem hún beinist að hafi verið grandsamur bæði um ógjaldfærni þrotamanns og ótilhlýðileika ráðstöfunar. Sönnunarbyrði um grandsemi hvíli á þrotabúi en sönnunarmatið sé eðli máls samkvæmt háð atvikum og aðstæðum hverju sinni. Svo sem fram komi í hinum áfrýjaða dómi hafi Einar Sturla ekki verið á vanskilaskrá þegar greiðslan var innt af hendi 1. nóvember 2019 til CCEP. Samkvæmt yfirliti Creditinfo hafi fyrst verið getið þar um áritaða stefnu á hendur Einari Sturlu 25. maí 2020 eða tæpum sjö mánuðum eftir að ráðstöfunin var gerð. Þá hafi ekkert komið fram sem bendi til að CCEP hafi um þetta leyti haft tilefni til að draga í efa gjaldfærni Einars Sturlu af öðrum ástæðum. Geti það ekki ráðið úrslitum í því tilliti að fyrirtæki á hans vegum, sem rekin voru í félögum með takmarkaðri ábyrgð, hefðu glímt við fjárhagsörðugleika og að CCEP hefði verið kunnugt um það. Sé þá horft til þess að alls ekki hafi verið sjálfgefið að það sama ætti við um fjárhag félaganna og þrotamanns sem eiganda þeirra. CCEP ekki nægilega tengt Einari Sturlu Í dóminum segir að í hinum áfrýjaða dómi hafi verið byggt á því að CCEP hefði borið að kanna fjárhag Einars Sturlu áður en tekið var við greiðslu á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar gagnvart CCEP frá árinu 2015. Á slík sjónarmið hafi verið fallist í dómum Hæstaréttar ef sá sem nýtur ráðstöfunar er í þeirri stöðu gagnvart þrotamanni að hafa aðgang að upplýsingum um fjárhag hans eða hafa mátt búa yfir tiltekinni vitneskju um slík atriði. Um það megi benda á dóm Hæstaréttar frá 2010, þar sem endurskoðandi hafi vegna starfa sinna í þágu félags verið talinn grandsamur um ógjaldfærni þess þegar hann fékk greidda reikninga á hendur því fyrir störf sín. Hér megi einnig nefna dóm réttarins frá 2017, þar sem eiginkona þrotamanns, sem hafði verið í sambúð með honum í sjö ár, hafi verið talin grandsöm um ógjaldfærni hans og ótilhlýðileika ráðstöfunar. Ráðstöfunin hafi verið falin í því að hún fékk að gjöf nær allar eigur hans en verðmæti þeirra hafi verið umtalsvert. „Þegar höfð er í huga sú aðstaða sem reyndi á í þessum málum geta nefndir dómar ekki haft fordæmisgildi um þau atvik sem hér eru til úrlausnar,“ segir í dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur ósammála kollegunum í Landsrétti Í dóminum segir að líta verði til þess að upplýsingar um fjárhag einstaklinga umfram það sem greinir í vanskilaskrá séu í takmörkuðum mæli aðgengilegar fyrir þá sem eiga í viðskiptum á almennum markaði. Með vísan til þess, stöðu CCEP og Einars Sturlu og þeirra upplýsinga sem sá fyrrnefndi mátti samkvæmt framansögðu hafa um persónuleg fjármál hins síðarnefnda verði ekki fallist á það með Landsrétti að CCEP hafi borið að kanna fjárhag Einars Sturlu frekar en gert var áður en tekið var við greiðslu úr hans hendi á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst í gagnvart CCEP á árinu 2015. Ekki verði heldur fram hjá því litið að CCEP hafi þann 18. júní 2019 gefið eftir tryggingu fyrir hluta af kröfu sinni í tiltekinni fasteign. Telja verði að það hefði CCEP varla gert ef félagið hefði talið ástæðu til að ætla að aðrar tryggingar væru ófullnægjandi vegna ótryggrar fjárhagsstöðu Einars Sturlu, þar með talið fyrrnefndrar sjálfskuldarábyrgðar. Þá sé þess að gæta að ekkert bendi til að CCEP hafi vitað eða mátt vita að þrotamaður hafði í júní og júlí 2019 ráðstafað fasteignum og bifreiðum sínum án endurgjalds til fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Meðal fasteignanna sem Einar Sturla afsalaði þáverandi sambýliskonu sinni var glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var árið 2023 skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Að öllu framangreindu virtu sé ekkert komið fram um að CCEP hefði verið grandsamt um ógjaldfærni Einars Sturlu þegar hann innti af hendi greiðslu til CCEP 1. nóvember 2019 að fjárhæð 29.330.919 krónur. Af þeirri ástæðu verði CCEP sýknað af kröfu þrotabúsins um riftun ráðstöfunarinnar samkvæmt almennri riftunarreglu laga um gjaldþrotaskipti og fleira og kröfu um greiðslu bóta eftir ákvæði laganna um bótaskyldu þess sem vísvitandi tekur við riftanlegri greiðslu. Þrotabúið var dæmt til að greiða CCEP þrjár milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum. Gjaldþrot Dómsmál Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis í máli þrotabús Einars Sturlu Möinichen á hendur Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP. Einar Sturla rak um árabil fjölda veitinga- og skemmtistaða, þar á meðal Hressingarskálann, Bar ananas og Sushibarinn. Þrotabúið höfðaði mál á hendur CCEP til þess að freysta þess að fá tveimur greiðslum Einars Sturlu til CCEP rift á grundvelli riftunarreglu laga um gjaldþrotaskipti og fleira. Héraðsdómur sýknaði CCEP ef kröfum þrotabúsins sem vörðuðu greiðslur upp á níu milljónir króna og 29 milljónir króna. Þrotabúið undi við niðurstöðuna varðandi lægri greiðsluna en áfrýjaði niðurstöðu varðandi milljónirnar 29 til Landsréttar. Félögin í vanda og eignalaus með öllu Landsréttur taldi að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hefði verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hefði því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá var rakið að Einar Sturla hefði átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hefði því verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félög hans hefðu að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Því var fallist á riftunarkröfu þrotabúsins og CCEP gert að endurgreiða búinu milljónirnar 29. Túlka þurfi riftunarreglurnar þröngt Í niðurstöðukafla dóms Hæstaréttar segir að samkvæmt ákvæðum tuttugasta kafla laga um gjaldþrotaskipti og fleira sé þrotabúi heimilt að rifta tilteknum ráðstöfunum þrotamanns í aðdraganda gjaldþrotaskipta á búi hans. Tilgangur þessara reglna sé að stuðla að því grundvallarmarkmiði laganna að jafnræði ríki milli kröfuhafa og jafnframt að ná undir skiptin verðmætum sem þrotamaður hefur ráðstafað. Riftunarreglur laganna séu að meginstefnu hlutlægar og feli í sér rúmar heimildir fyrir þrotabú til að fá ráðstöfunum þrotamanns hnekkt. Öðru gegni þó um hina almennu riftunarreglu laganna sem feli í sér þrengri skilyrði til riftunar og velti meðal annars á huglægri afstöðu þess sem hún beinist að. Hvað sem líður fyrrgreindum tilgangi riftunarreglna laganna verði að hafa í huga að þær fela í sér frávik frá almennu frelsi manna til að ráðstafa hagsmunum sínum með löggerningum, meðal annars til að ráða bót á fjárhagsörðugleikum sínum. Verði þá einnig að horfa til þess að það kunni að draga úr viðskiptaöryggi ef löggerningum er raskað síðar og þá því meir sem lengra er liðið frá gerð þeirra. Að þessu gættu verði riftunarreglur laganna almennt skýrðar eftir orðanna hljóðan og þeim að jafnaði ekki beitt með rýmri hætti en orðalagið gefur tilefni til. Kröfuhafi þarf að vera grandsamur um ógjaldfærni Í dóminum segir að almenna riftunarreglan hljóði svo: Krefjast má riftunar ráðstafana sem á ótilhlýðilegan hátt eru kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir þrotamanns verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiða til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, ef þrotamaður var ógjaldfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hafði hag af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg. Eins og tekið er fram í ákvæðinu sé gerður sá áskilnaður fyrir riftun ráðstöfunar að sá sem hún beinist að hafi verið grandsamur bæði um ógjaldfærni þrotamanns og ótilhlýðileika ráðstöfunar. Sönnunarbyrði um grandsemi hvíli á þrotabúi en sönnunarmatið sé eðli máls samkvæmt háð atvikum og aðstæðum hverju sinni. Svo sem fram komi í hinum áfrýjaða dómi hafi Einar Sturla ekki verið á vanskilaskrá þegar greiðslan var innt af hendi 1. nóvember 2019 til CCEP. Samkvæmt yfirliti Creditinfo hafi fyrst verið getið þar um áritaða stefnu á hendur Einari Sturlu 25. maí 2020 eða tæpum sjö mánuðum eftir að ráðstöfunin var gerð. Þá hafi ekkert komið fram sem bendi til að CCEP hafi um þetta leyti haft tilefni til að draga í efa gjaldfærni Einars Sturlu af öðrum ástæðum. Geti það ekki ráðið úrslitum í því tilliti að fyrirtæki á hans vegum, sem rekin voru í félögum með takmarkaðri ábyrgð, hefðu glímt við fjárhagsörðugleika og að CCEP hefði verið kunnugt um það. Sé þá horft til þess að alls ekki hafi verið sjálfgefið að það sama ætti við um fjárhag félaganna og þrotamanns sem eiganda þeirra. CCEP ekki nægilega tengt Einari Sturlu Í dóminum segir að í hinum áfrýjaða dómi hafi verið byggt á því að CCEP hefði borið að kanna fjárhag Einars Sturlu áður en tekið var við greiðslu á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar gagnvart CCEP frá árinu 2015. Á slík sjónarmið hafi verið fallist í dómum Hæstaréttar ef sá sem nýtur ráðstöfunar er í þeirri stöðu gagnvart þrotamanni að hafa aðgang að upplýsingum um fjárhag hans eða hafa mátt búa yfir tiltekinni vitneskju um slík atriði. Um það megi benda á dóm Hæstaréttar frá 2010, þar sem endurskoðandi hafi vegna starfa sinna í þágu félags verið talinn grandsamur um ógjaldfærni þess þegar hann fékk greidda reikninga á hendur því fyrir störf sín. Hér megi einnig nefna dóm réttarins frá 2017, þar sem eiginkona þrotamanns, sem hafði verið í sambúð með honum í sjö ár, hafi verið talin grandsöm um ógjaldfærni hans og ótilhlýðileika ráðstöfunar. Ráðstöfunin hafi verið falin í því að hún fékk að gjöf nær allar eigur hans en verðmæti þeirra hafi verið umtalsvert. „Þegar höfð er í huga sú aðstaða sem reyndi á í þessum málum geta nefndir dómar ekki haft fordæmisgildi um þau atvik sem hér eru til úrlausnar,“ segir í dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur ósammála kollegunum í Landsrétti Í dóminum segir að líta verði til þess að upplýsingar um fjárhag einstaklinga umfram það sem greinir í vanskilaskrá séu í takmörkuðum mæli aðgengilegar fyrir þá sem eiga í viðskiptum á almennum markaði. Með vísan til þess, stöðu CCEP og Einars Sturlu og þeirra upplýsinga sem sá fyrrnefndi mátti samkvæmt framansögðu hafa um persónuleg fjármál hins síðarnefnda verði ekki fallist á það með Landsrétti að CCEP hafi borið að kanna fjárhag Einars Sturlu frekar en gert var áður en tekið var við greiðslu úr hans hendi á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst í gagnvart CCEP á árinu 2015. Ekki verði heldur fram hjá því litið að CCEP hafi þann 18. júní 2019 gefið eftir tryggingu fyrir hluta af kröfu sinni í tiltekinni fasteign. Telja verði að það hefði CCEP varla gert ef félagið hefði talið ástæðu til að ætla að aðrar tryggingar væru ófullnægjandi vegna ótryggrar fjárhagsstöðu Einars Sturlu, þar með talið fyrrnefndrar sjálfskuldarábyrgðar. Þá sé þess að gæta að ekkert bendi til að CCEP hafi vitað eða mátt vita að þrotamaður hafði í júní og júlí 2019 ráðstafað fasteignum og bifreiðum sínum án endurgjalds til fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Meðal fasteignanna sem Einar Sturla afsalaði þáverandi sambýliskonu sinni var glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var árið 2023 skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Að öllu framangreindu virtu sé ekkert komið fram um að CCEP hefði verið grandsamt um ógjaldfærni Einars Sturlu þegar hann innti af hendi greiðslu til CCEP 1. nóvember 2019 að fjárhæð 29.330.919 krónur. Af þeirri ástæðu verði CCEP sýknað af kröfu þrotabúsins um riftun ráðstöfunarinnar samkvæmt almennri riftunarreglu laga um gjaldþrotaskipti og fleira og kröfu um greiðslu bóta eftir ákvæði laganna um bótaskyldu þess sem vísvitandi tekur við riftanlegri greiðslu. Þrotabúið var dæmt til að greiða CCEP þrjár milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum.
Krefjast má riftunar ráðstafana sem á ótilhlýðilegan hátt eru kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir þrotamanns verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiða til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, ef þrotamaður var ógjaldfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hafði hag af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg.
Gjaldþrot Dómsmál Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira