Flokkur í álögum 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun