Erlent

Peres og Sharon vinna saman

Shimon Peres, einn leiðtoga Verkamannaflokks Ísraels, hefur fallist á að vinna með Ariel Sharon forsætisráðherra að brotthvarfi frá Gasa-svæðinu. Stjórnmálaleiðtogarnir ræddu einnig hugsanlega myndun þjóðstjórnar. Viðræðurnar eru enn á frumstigi en ef af myndun samsteypustjórnar yrði vill Verkamannaflokkurinn að brotthvarfinu frá Gasa verði flýtt, en fyrst verði samið um það við Palestínumenn sem Sharon hefur ekki haft í hyggju hingað til. Einnig er hermt að Peres vilji utanríkisráðuneytið ef af verður sem þýddi að Silvan Shalom utanríkisráðherra yrði að gefa það eftir. Það gæti valdi úlfúð innan Likud-flokks Sharons.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×