Erlent

Öryggisráðið fundar um múrinn

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun síðar í dag fjalla um ályktunartillögu þar sem Ísraelsríki er skyldað til að fara að úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag þess efnis að rífa beri hluta öryggismúrsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn. Dómurinn úrskurðaði að múrinn bryti í bága við alþjóðalög en Ísraelsstjórn hyggst virða úrskurðinn að vettugi. Ólíklegt þykir að atkvæði verði greidd um ályktunartillöguna fyrr en í næstu viku en Ísraelsmenn hafa með fulltingi Bandaríkjastjórnar reynt að koma í veg fyrir að málið yrði tekið fyrir í öryggisráðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×