Ofurtolluð hollusta Dagur B. Eggertsson skrifar 16. júlí 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun