Erlent

Ísraelsmenn hunsa ályktun Sþ

Ísraelsmenn ætla að halda framkvæmdum áfram við öryggismúr á Vesturbakkanum, þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi samþykkt ályktun í gærkvöldi þar sem þess er krafist að hann verði rifinn niður. Raanan Gissin, einn af ráðgjöfum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, segir það vera rétt Ísraelsmanna að verja sig gegn Palestínumönnum. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna krefst þess að úrskurði Alþjóða dómstólsins sé fylgt og múrinn rifinn . Tíu þjóðir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í gærkvöldi. Ályktunin hlaut 150 atkvæði, m.a. frá öllum 25 aðildarríkjum Evrópusambandsins, en sex voru á móti henni, þeirra á meðal Ísraelar, Bandaríkjamenn og Ástralar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×