Starfsfólk undir miklu álagi 14. ágúst 2004 00:01 "Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
"Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira