Innlent

Sjö sóttu um stöðu ráðneytisstjóra

Sjö sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í Félagsmálaráðuneytinu, en umsóknarfrestur rann út þann 10. ágúst síðastliðinn. Umsækjendur eru Hermann Sæmundsson, sem er einmitt settur ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gylfi Kristinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, Helga Jónsdóttir, borgarritari, Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri miðborgar Reykjavíkur, Ragnhildur Arnljótsdóttir, fulltrúi félagsmálaráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur. Hermann Sæmundsson var settur ráðuneytisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu þegar Berglind Ásgeirsdóttir fór í leyfi og hefur starfað sem slíkur í um tvö ár. Stjórnvöldum ber skylda til að auglýsa störf sem ráðið er í til lengri tíma en eins árs. Bandalag Háskólamanna gerði athugasemdir við að það hefði ráðuneytið ekki gert. Staðan var svo auglýst einu sinni í sumar og var umsóknarfrestur til 26. júlí. Fresturinn var síðan framlengdur tvisvar sinnum. Það er félagsmálaráðherra sem skipar í embættið, til fimm ára, frá og með 1. september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×