Innlent

Skorað á Halldór að þyrma Siv

Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði hefur skorað á formann Framsóknarflokksins og þingflokk framsóknarmanna að taka tillit til þess að oddviti framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hafi flest atkvæði á bak við sig af þingmönnum flokksins, þegar gerðar verða breytingar á ráðherraliði flokksins þann 15. september næstkomandi. Með tilliti til umræðu undanfarinna daga og heilsíðuauglýsinga með áskorunum stórs hóps framsóknarkvenna um að Siv Friðleifsdóttir verði ekki látin víkja er ljóst að hörð barátta er framundan innan flokksins. Augljóst er að hver svo sem víkur úr ráðherrastóli þann 15. september, mun það ekki gerast þegjandi og hljóðalaust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×