Erlent

Bush fordæmir auglýsingar hermanna

George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær auglýsingar hóps fyrrverandi hermanna í Víetnam þar sem því er haldið fram að John Kerry hafi logið til um framgöngu sína í stríðinu. Bush sagði auglýsingarnar vondar fyrir kerfið en demókratar segja orð hans ekki ganga nógu langt og koma of seint. Þeir segja auglýsingarnar í takt við aðferðafræði repúblikana sem ati hvern þann aur sem þeir telji sig ekki geta borið sigurorð af með heiðarlegum aðferðum. Þeir benda á herferð George Bush gegn John McCain fyrir fjórum árum þegar þeir kepptu báðir um útnefningu sem forsetaframbjóðendur repúblikana. Á myndinni sést Bush ræða við fréttamenn eftir fund með nokkrum samstarfsmanna sinna á búgarði forsetans í Texas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×