Innlent

Gunnar G. Schram látinn

Gunnar G. Schram lagaprófessor er látinn. Hann var 73 ára að aldri. Gunnar kvæntist Elísu Steinunni Jónsdóttur árið 1957 og eignuðust þau fjögur börn en fyrir átti Gunnar eitt barn. Gunnar lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1956 og doktorsprófi í þjóðarrétti frá háskólanum í Cambridge 1961. Eftir doktorspróf var hann ráðinn ritstjóri Vísis þar sem hann var til ársins 1966 þegar hann réðist til starfa í utanríkisráðuneytinu. Hann varð lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1970 og prófessor fjórum árum síðar. Árið 1987 var Gunnar kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi og gegndi því starfi til 1991.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×