Eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar 22. september 2004 00:01 Sex Íslendingar hafa verið handteknir og sitja fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, vill á þessu stigi ekki gefa upp heildarmagn fíkniefnanna en efnin fundust í þremur sendingum sem allar komu frá Hollandi. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkurt magn af kókaíni fundust um borð í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins, í mars. Í framhaldinu hófu lögreglan og tollgæslan í Reykjavík rannsókn sem leiddi til þess að tekið var mikið magn af amfetamíni sem fannst í vörusendingu í einu skipa Eimskips í júlí. "Við greinum ekki frá því að svo komnu hversu mikið magnið er en það er verulegt. Með því mesta sem þekkst hefur," segir Ásgeir Karlsson. Fyrir rúmri viku fundust síðan tvö þúsund skammtar af LSD í póstsendingu. Vestmannaeyingur um þrítugt var handtekinn á föstudag vegna LSD-sendingarinnar. Sama dag var Íslendingur sem dvalið hefur í Hollandi um nokkra vikna skeið handtekinn í tengslum við amfetamínið sem fannst í júlí og LSD-sendinguna. Að auki voru þrír handteknir hér á landi á föstudag. Þar sem maðurinn dvaldi í Hollandi er annar Íslendingur búsettur. Við húsleit á mánudag var sá handtekinn en í íbúðinni fundust rúmt kíló af kókaíni og kannabisplöntur í ræktun. Þeir sem hafa verið handteknir eru fimm karlmenn og ein kona, öll á fertugsaldri. Konan og þrír mannanna voru handtekin á Íslandi. Þau hafa öll verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, þrjú í þrjár vikur og einn í tvær vikur. Mennirnir sem handteknir voru í Hollandi eru í haldi lögreglunnar en þar í landi getur lögreglan haldið fólki lengur án gæsluvarðhaldsúrskurðs. Fáist úrskurður um gæsluvarðhald munu yfirvöld hér á landi fara fram á að mennirnir verði framseldir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Sex Íslendingar hafa verið handteknir og sitja fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, vill á þessu stigi ekki gefa upp heildarmagn fíkniefnanna en efnin fundust í þremur sendingum sem allar komu frá Hollandi. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkurt magn af kókaíni fundust um borð í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins, í mars. Í framhaldinu hófu lögreglan og tollgæslan í Reykjavík rannsókn sem leiddi til þess að tekið var mikið magn af amfetamíni sem fannst í vörusendingu í einu skipa Eimskips í júlí. "Við greinum ekki frá því að svo komnu hversu mikið magnið er en það er verulegt. Með því mesta sem þekkst hefur," segir Ásgeir Karlsson. Fyrir rúmri viku fundust síðan tvö þúsund skammtar af LSD í póstsendingu. Vestmannaeyingur um þrítugt var handtekinn á föstudag vegna LSD-sendingarinnar. Sama dag var Íslendingur sem dvalið hefur í Hollandi um nokkra vikna skeið handtekinn í tengslum við amfetamínið sem fannst í júlí og LSD-sendinguna. Að auki voru þrír handteknir hér á landi á föstudag. Þar sem maðurinn dvaldi í Hollandi er annar Íslendingur búsettur. Við húsleit á mánudag var sá handtekinn en í íbúðinni fundust rúmt kíló af kókaíni og kannabisplöntur í ræktun. Þeir sem hafa verið handteknir eru fimm karlmenn og ein kona, öll á fertugsaldri. Konan og þrír mannanna voru handtekin á Íslandi. Þau hafa öll verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, þrjú í þrjár vikur og einn í tvær vikur. Mennirnir sem handteknir voru í Hollandi eru í haldi lögreglunnar en þar í landi getur lögreglan haldið fólki lengur án gæsluvarðhaldsúrskurðs. Fáist úrskurður um gæsluvarðhald munu yfirvöld hér á landi fara fram á að mennirnir verði framseldir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent