80% drengja hala ólöglega niður 30. september 2004 00:01 Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira