Sex í gæsluvarðhaldi 7. október 2004 00:01 Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Tveir Íslendingar voru handteknir í Hollandi um svipað leyti og handtökurnar fóru fram hér á landi. Annar þeirra hefur verið framseldur til Íslands og kom hann í lögreglufylgd til landsins á þriðjudag. Hann var síðan úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. Hinn var handtekinn á heimili sínu í Hollandi og er enn í haldi lögreglunnar þar. Á heimili hans fannst talsvert af fíkniefnum. Í fyrstu var talið að um kókaín væri að ræða en það reyndist síðar vera um eitt kíló af amfetamíni auk tuttugu kílóa af maríjúana. Ásgeir Karlsson segir ekkert ákveðið um að fá hinn manninn framseldan frá Hollandi, eins og staðan er nú sé ekkert sem bendi til þess. Þrír menn og ein kona voru handtekin föstudaginn sautjánda september í tengslum við málið og voru þrjú þeirra úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Gæsluvarðhaldið rennur út á laugardag. Þeim fjórða var gert að sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi sem var framlengt, í síðustu viku, til dagsins í dag. Í síðustu viku var sjöundi maðurinn handtekinn í Reykjavík og var þá úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eða til þrettánda október. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Lögreglan og tollgæslan í Reykjavík hófu rannsókn í framhaldinu sem leiddi til að mikið magn af amfetamíni fannst í vörusendingu í Dettifossi. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Í þriðju sendingunni voru 2.000 skammtar af LSD sem komu með pósti í september. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Tveir Íslendingar voru handteknir í Hollandi um svipað leyti og handtökurnar fóru fram hér á landi. Annar þeirra hefur verið framseldur til Íslands og kom hann í lögreglufylgd til landsins á þriðjudag. Hann var síðan úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. Hinn var handtekinn á heimili sínu í Hollandi og er enn í haldi lögreglunnar þar. Á heimili hans fannst talsvert af fíkniefnum. Í fyrstu var talið að um kókaín væri að ræða en það reyndist síðar vera um eitt kíló af amfetamíni auk tuttugu kílóa af maríjúana. Ásgeir Karlsson segir ekkert ákveðið um að fá hinn manninn framseldan frá Hollandi, eins og staðan er nú sé ekkert sem bendi til þess. Þrír menn og ein kona voru handtekin föstudaginn sautjánda september í tengslum við málið og voru þrjú þeirra úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Gæsluvarðhaldið rennur út á laugardag. Þeim fjórða var gert að sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi sem var framlengt, í síðustu viku, til dagsins í dag. Í síðustu viku var sjöundi maðurinn handtekinn í Reykjavík og var þá úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eða til þrettánda október. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Lögreglan og tollgæslan í Reykjavík hófu rannsókn í framhaldinu sem leiddi til að mikið magn af amfetamíni fannst í vörusendingu í Dettifossi. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Í þriðju sendingunni voru 2.000 skammtar af LSD sem komu með pósti í september.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira