Tveir létust í bílveltu 10. október 2004 00:01 Íslendingur og Brasilíumaður létust í bílslysi í Þjórsárdal í morgun. Jeppabifreið sem þeir voru í ásamt fimm öðrum valt á veginum og gjöreyðilagðist. Sjö manns - fjórir Bandaríkjamenn, einn Breti, einn Brasilíumaður og íslenskur ökumaður - lögðu af stað úr Reykjavík klukkan 9 í morgun. Ferðinni var heitið austur í Landmannalaugar þar sem hópurinn hugðist eyða deginum og snúa til baka að kvöldi. Á ellefta tímanum var hópurinn á ferð í Þjórsárdal á milli Skriðufells og Búrfellsvirkjunar þegar ógæfan dundi yfir. Þorgrímur Óli Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Selfossi, segir að svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst bílinn út í vegkant sem varð til þess að hann missti stjórn á honum og bifreiðin svo oltið nokkrar veltur á veginum. Bíllinn var gjörónýtur eftir slysið. Afturhásingin fór af og tveir hjólbarðanna. Tveir lögreglubílar frá Selfossi, tveir sjúkrabílar og einn slökkviliðsbíll komu fljótlega á vettvang. Þá voru tveir látnir - íslenskur karl á þrítugsaldri sem ók jeppanum og brasilískur karl á fertugsaldri. Hinir fimm, Bandaríkjamennirnir og Bretinn, voru á aldrinum 18 ára til sextugs, tvær konur og þrír karlar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar og flutti hún tvo farþeganna á Landspítalann í Fossvogi. Hún lenti þar með þá laust fyrir klukkan eitt í dag. Hinir þrír voru fluttir með sjúkrabílum á sama stað. Einn farþeganna fór í aðgerð í dag vegna alvarlegra áverka og er honum nú haldið sofandi í öndunarvél. Meiðsl annarra farþega eru ekki alvarleg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íslendingur og Brasilíumaður létust í bílslysi í Þjórsárdal í morgun. Jeppabifreið sem þeir voru í ásamt fimm öðrum valt á veginum og gjöreyðilagðist. Sjö manns - fjórir Bandaríkjamenn, einn Breti, einn Brasilíumaður og íslenskur ökumaður - lögðu af stað úr Reykjavík klukkan 9 í morgun. Ferðinni var heitið austur í Landmannalaugar þar sem hópurinn hugðist eyða deginum og snúa til baka að kvöldi. Á ellefta tímanum var hópurinn á ferð í Þjórsárdal á milli Skriðufells og Búrfellsvirkjunar þegar ógæfan dundi yfir. Þorgrímur Óli Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Selfossi, segir að svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst bílinn út í vegkant sem varð til þess að hann missti stjórn á honum og bifreiðin svo oltið nokkrar veltur á veginum. Bíllinn var gjörónýtur eftir slysið. Afturhásingin fór af og tveir hjólbarðanna. Tveir lögreglubílar frá Selfossi, tveir sjúkrabílar og einn slökkviliðsbíll komu fljótlega á vettvang. Þá voru tveir látnir - íslenskur karl á þrítugsaldri sem ók jeppanum og brasilískur karl á fertugsaldri. Hinir fimm, Bandaríkjamennirnir og Bretinn, voru á aldrinum 18 ára til sextugs, tvær konur og þrír karlar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar og flutti hún tvo farþeganna á Landspítalann í Fossvogi. Hún lenti þar með þá laust fyrir klukkan eitt í dag. Hinir þrír voru fluttir með sjúkrabílum á sama stað. Einn farþeganna fór í aðgerð í dag vegna alvarlegra áverka og er honum nú haldið sofandi í öndunarvél. Meiðsl annarra farþega eru ekki alvarleg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira