Rótleysið eykst með degi hverjum 12. október 2004 00:01 Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira