Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 12:11 Anna Bryndís Einarsdóttir, sem er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. Aðsend Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend
Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent