Brot olíufélaganna sögð fyrnd 15. október 2004 00:01 Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira