2 1/2 árs fangelsi hæfilegt 19. október 2004 00:01 Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira