Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir 20. október 2004 00:01 Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira