Kristinn er okkar þingmaður 21. október 2004 00:01 Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira