Deilan um landið á tímamótum 21. október 2004 00:01 Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira