Segir engan hafa verið í lífshættu 28. október 2004 00:01 Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira