Andlegur miski ráði refsingu 3. nóvember 2004 00:01 Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira