Þrettán vélhjólamenn stöðvaðir 5. nóvember 2004 00:01 Þrettán danskir vélhjólamenn eru í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og svo getur farið að fleiri bætist í hópinn. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, komu níu mannanna með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og fjórir aðrir bættust við með vél Icelandair. Tvær vélar voru væntanlegar núna á fimmta tímanum en vegna mikils hliðarvinds var þeim beint til Akureyrar og Egilsstaða. Þegar veðrið verður gengið yfir fara þær til Keflavíkur. Jóhann segir að verulegur viðbúnaður sé á flugvellinum og hefur lögreglan þar fengið liðsauka. Útlendingarnir eru úr dönsku bifhjólasamtökunum Hogriders sem eru af svipuðum toga og Vítisenglar, eða Hells Angels, og Banditos. Hogriders eiga systursamtök á Norðurlöndunum og í Þýskalandi en tilefni Íslandsfararinnar var að vígja félaga í íslenska mótorhjólaklúbbnum Hrolli inn í samtökin. Að sögn sýslumanns er jafnvel búist við enn fleiri mótorhjólamönnum til landsins. Hann sagði að unnið væri samkvæmt áhættumati Ríkislögreglustjórans um að gestirnir sköpuðu hættu á almannafriði. Að sögn Jóhanns verður tekin upplýsingaskýrsla af mönnunum og þær upplýsingar svo sendar snarlega til Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort að mönnunum verði hleypt inn í landið eða vísað burt. Hann segir mennina hafa hagað sér vel en reynsla manna á flugvellinum sé að það komi ekki í ljós fyrr en mönnum er vísað úr landi hvernig þeir taka svona afgreiðslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Þrettán danskir vélhjólamenn eru í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og svo getur farið að fleiri bætist í hópinn. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, komu níu mannanna með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og fjórir aðrir bættust við með vél Icelandair. Tvær vélar voru væntanlegar núna á fimmta tímanum en vegna mikils hliðarvinds var þeim beint til Akureyrar og Egilsstaða. Þegar veðrið verður gengið yfir fara þær til Keflavíkur. Jóhann segir að verulegur viðbúnaður sé á flugvellinum og hefur lögreglan þar fengið liðsauka. Útlendingarnir eru úr dönsku bifhjólasamtökunum Hogriders sem eru af svipuðum toga og Vítisenglar, eða Hells Angels, og Banditos. Hogriders eiga systursamtök á Norðurlöndunum og í Þýskalandi en tilefni Íslandsfararinnar var að vígja félaga í íslenska mótorhjólaklúbbnum Hrolli inn í samtökin. Að sögn sýslumanns er jafnvel búist við enn fleiri mótorhjólamönnum til landsins. Hann sagði að unnið væri samkvæmt áhættumati Ríkislögreglustjórans um að gestirnir sköpuðu hættu á almannafriði. Að sögn Jóhanns verður tekin upplýsingaskýrsla af mönnunum og þær upplýsingar svo sendar snarlega til Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort að mönnunum verði hleypt inn í landið eða vísað burt. Hann segir mennina hafa hagað sér vel en reynsla manna á flugvellinum sé að það komi ekki í ljós fyrr en mönnum er vísað úr landi hvernig þeir taka svona afgreiðslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira