Ekki vafasamt fólk til landsins 8. nóvember 2004 00:01 "Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Georg segir suma þá sem vísað var frá landinu hafa verið á sakaskrá, en öðrum verið hafnað einungis vegna tengsla við Hogriders-samtökin sem ríkislögreglustjóri segir hafa tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi. "Það eitt látum við duga í mörgum tilfellum til að vísa mönnum úr landi. Þetta er erfið ákvörðun og kann hún í einhverjum tilfellum að vera vafasöm út frá Evrópurétti," segir Georg. Sex norskir Vítisenglar, sem var vísað frá landinu þegar þeir komu til Seyðisfjarðar í sumar, hafa ráðið lögmann sem undirbýr nú málsókn gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að sögn Georgs. Þar vilja þeir fá ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun hnekkt. Þeir sem Útlendingastofnun ákveður að vísa frá landinu geta skotið ákvörðuninni til dómsmálaráðherra. Ef ráðherra staðfestir ákvörðun Útlendingastofnunar er hægt að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá er hægt að höfða mál fyrir Evrópudómstólum og mannréttindadómstóli Evrópu vegna aðildar Íslands að Shengen. "Að einhverra mati kann að vera vegið að ferðafrelsinu og því spurning hvort nægjanlegt sé að menn séu meðlimir í einhverjum klúbbi til að loka landamærunum fyrir þeim," segir Georg. Hann segir það jafnframt hafa verið skíra stefnu yfirvalda að hindra þá sem hafa tengsl við alþjóðleg glæpasamtök í að koma til landsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
"Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Georg segir suma þá sem vísað var frá landinu hafa verið á sakaskrá, en öðrum verið hafnað einungis vegna tengsla við Hogriders-samtökin sem ríkislögreglustjóri segir hafa tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi. "Það eitt látum við duga í mörgum tilfellum til að vísa mönnum úr landi. Þetta er erfið ákvörðun og kann hún í einhverjum tilfellum að vera vafasöm út frá Evrópurétti," segir Georg. Sex norskir Vítisenglar, sem var vísað frá landinu þegar þeir komu til Seyðisfjarðar í sumar, hafa ráðið lögmann sem undirbýr nú málsókn gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að sögn Georgs. Þar vilja þeir fá ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun hnekkt. Þeir sem Útlendingastofnun ákveður að vísa frá landinu geta skotið ákvörðuninni til dómsmálaráðherra. Ef ráðherra staðfestir ákvörðun Útlendingastofnunar er hægt að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá er hægt að höfða mál fyrir Evrópudómstólum og mannréttindadómstóli Evrópu vegna aðildar Íslands að Shengen. "Að einhverra mati kann að vera vegið að ferðafrelsinu og því spurning hvort nægjanlegt sé að menn séu meðlimir í einhverjum klúbbi til að loka landamærunum fyrir þeim," segir Georg. Hann segir það jafnframt hafa verið skíra stefnu yfirvalda að hindra þá sem hafa tengsl við alþjóðleg glæpasamtök í að koma til landsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira