Tuttugu karlar yfirheyrðir 10. nóvember 2004 00:01 Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Rannsóknin hófst í apríl þegar húsleit var gerð á þremur nuddstofum. Ein þerra var rannsökuð frekar. Tvær konur störfuðu á nuddstofunni. Önnur þeirra er talin hafa rekið stofuna og er hún grunuð um brot á almennum hegningarlögum. Ekki er grunur um að viðskiptamenn stofunnar hafi getað keypt eiginlegar samfarir. Þjónustan var seld nokkuð háu verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Jafnhliða rannsókn á hugsanlegri vændisstarfsemi beinist rannsóknin að bókhaldsbrotum og skattsvikum. Mál sem þessi eru fátíð í íslensku réttarkerfi. Fyrir um ári síðan var kona í Hafnarfirði dæmd í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vændi. Eiginmaður hennar var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað hana. Þeim var einnig gert að greiða hálfa milljón króna í ríkissjóð. Þjónustuna ráku hjónin frá byrjun júní 2002 til loka febrúar 2003 og er talið að þau hafi hagnast um rúmlega níu milljónir. Konan þjónustaði fjölda karlmanna á heimili sínu, á gistihúsi og í bílskúr. Þjónustuna auglýsti hún á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munnmök. Þóttu gögn sem lögð voru fram í málinu benda sterklega til þess að eiginmaður konunnar hafi í öllu falli átt þátt í að konan hóf að stunda vændi og átt þátt í að halda þjónustunni gangandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Rannsóknin hófst í apríl þegar húsleit var gerð á þremur nuddstofum. Ein þerra var rannsökuð frekar. Tvær konur störfuðu á nuddstofunni. Önnur þeirra er talin hafa rekið stofuna og er hún grunuð um brot á almennum hegningarlögum. Ekki er grunur um að viðskiptamenn stofunnar hafi getað keypt eiginlegar samfarir. Þjónustan var seld nokkuð háu verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Jafnhliða rannsókn á hugsanlegri vændisstarfsemi beinist rannsóknin að bókhaldsbrotum og skattsvikum. Mál sem þessi eru fátíð í íslensku réttarkerfi. Fyrir um ári síðan var kona í Hafnarfirði dæmd í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vændi. Eiginmaður hennar var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað hana. Þeim var einnig gert að greiða hálfa milljón króna í ríkissjóð. Þjónustuna ráku hjónin frá byrjun júní 2002 til loka febrúar 2003 og er talið að þau hafi hagnast um rúmlega níu milljónir. Konan þjónustaði fjölda karlmanna á heimili sínu, á gistihúsi og í bílskúr. Þjónustuna auglýsti hún á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munnmök. Þóttu gögn sem lögð voru fram í málinu benda sterklega til þess að eiginmaður konunnar hafi í öllu falli átt þátt í að konan hóf að stunda vændi og átt þátt í að halda þjónustunni gangandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira