Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra 1. nóvember 2005 06:30 Íslendingar hafa aldrei notað greiðslukortin sín jafnmikið og í ár. Reikna má með því að greiðslukortafærslur Íslendinga í desember verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en í desember í fyrra. Eyðslan í desember verður tæpir 37 milljarðar, eða um 120 þúsund krónur á hvern Íslending. Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember. Innlent Viðskipti Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira