Síminn sækir 35 milljarða 9. desember 2005 03:30 Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum. Innlent Viðskipti Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira