Innlent

Ísland ekki með í Íraksstríði

Íslendingar taka ekki þátt í stríðsrekstrinum í Írak. Þetta sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra á fjölmennum fundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í dag. Ráðherra sagði að í aðdraganda ákvörðunar um stuðning við aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak hefði verið ljóst að Íslendingar gerðu enga stóra hluti en stjórnvöld hefðu ekki viljað sitja hjá. Auðveldasta leiðin hefði verið að leggja ekki nafn sitt við óþægilega hluti og axla ekki ábyrgð. Langt væri þó síðan Íslendingar hefðu horfið frá því, með inngöngunni í NATO. Því hefði verið tekin afstaða með hefðbundnum bandalagsþjóðum Íslendinga, Bretum og Bandaríkjamönnum. Þá sagði hann að umræða um að nafn Íslands hyrfi að lista hinna staðföstu þjóða væri óskiljanleg og færi hvergi fram nema hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×