Innlent

Geir á tvo fundi

Geir H. Harde, fjármálaráðherra hleypur í skarðið fyrir Davíð Oddsson á tveimur fundum erlendis í forföllum utanríkisráðherra, í Finnlandi og í Tanzaníu. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra fer þó formlega með málefni utanríkisráðuneytisins í fjarveru Davíðs. Davíð verður í mánaðarleyfi frá störfum erlendis að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar ráðuneytisstjóri. Davíð mun mæta á utanríkisráðherrafund NATO, sem haldinn verður 9. til 10. febrúar, og kemur í framhaldi af því til starfa í ráðuneytinu að nýju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×