Erlent

Hátíð vegna embættistöku Bush

Fjögurra daga hátíðarhöld standa nú yfir í Bandaríkjunum í tengslum við embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta en hann verður formlega svarinn í embætti, annað kjörtímabilið í röð, á morgun. Tónleikar, dansleikir, móttökur, kvöldverðir og alls konar uppákomur verða haldnar og sjálfur verður Bush á ferð og flugi, ávarpar landa sína, hittir hermenn sem eru nýkomnir frá Írak og ræðir við ungt fólk. Áætlað er að þessi herlegheit öll muni kosta um 40 milljónir Bandaríkjadollara eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna þetta bruðl, nú þegar þjóðin á í stríði og fjárlagahallinn fer vaxandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×