Störfum fækkar mjög í Danmörku 20. janúar 2005 00:01 Í fyrradag boðaði forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, þingkosningar eftir þrjár vikur. Kosningabaráttan var í raun farin af stað í rólegheitum en síðustu sólarhringa hefur verið um algjöra flugeldasýningu að ræða, bæði hjá flokkum og fjölmiðlum. Rykið dustað af gömlum loforðum segja sumir kjósendur og benda um leið á svikin loforð.Tveir stærstu flokkarnir, Venstre-flokkur Anders Fogh, og Sósíaldemókratarnir, flokkur Mogens Lykketoft, boða tugþúsundir nýrra starfa á næstu fjórum árum. Alþjóðavæðing í atvinnulífinu hefur leitt til þess að fleiri og fleiri dönsk fyrirtæki loka eða minnka umsvif sín í Danmörku þar sem vinnuafl er ódýrara í Austur-Evrópu og Asíu. Fréttastofa TV2-sjónvarpsstöðvarinnar fékk í gærkvöldi tvo viðskiptafræðinga til að reikna út hversu mörg störf hafa farið í súginn hjá Dönum á kjörtímabilinu. Annar sagði 20-30.000 en hinn sagði að allt í allt mætti segja að þau væru um 50.000. Eins og títt er með tölur veltur þetta vissulega á því hvaða forsendur menn gefa sér en þær gefa þó til kynna hvernig ástandið er. Síðast í gær bárust fréttir af því að 500 manns missi vinnuna þegar sláturhúsi verður lokað í Hjørring á Norður-Jótlandi í maí. Ekki þægilegt í miðri kosningabaráttu og lofaði Anders Fogh Rasmussen að gripið yrði til aðgerða strax með að finna fólkinu vinnu eða bjóða því að mennta sig. Andstæðingurinn Mogens Lykketoft segir: „Þetta er of seint. Stjórnin hefði átt að vera búin að grípa til aðgerða fyrir löngu.“ Aðrir minni flokkar vilja ólmir beina umræðunni að Írak og innflytjendamálum. En kjósendur vilja ræða barna- og fjölskyldumál, atvinnumál og málefni aldraðra. Könnun danska ríkissjónvarpsins sýnir að þessi mál eru efst á baugi hjá 45 prósentum Dana. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira
Í fyrradag boðaði forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, þingkosningar eftir þrjár vikur. Kosningabaráttan var í raun farin af stað í rólegheitum en síðustu sólarhringa hefur verið um algjöra flugeldasýningu að ræða, bæði hjá flokkum og fjölmiðlum. Rykið dustað af gömlum loforðum segja sumir kjósendur og benda um leið á svikin loforð.Tveir stærstu flokkarnir, Venstre-flokkur Anders Fogh, og Sósíaldemókratarnir, flokkur Mogens Lykketoft, boða tugþúsundir nýrra starfa á næstu fjórum árum. Alþjóðavæðing í atvinnulífinu hefur leitt til þess að fleiri og fleiri dönsk fyrirtæki loka eða minnka umsvif sín í Danmörku þar sem vinnuafl er ódýrara í Austur-Evrópu og Asíu. Fréttastofa TV2-sjónvarpsstöðvarinnar fékk í gærkvöldi tvo viðskiptafræðinga til að reikna út hversu mörg störf hafa farið í súginn hjá Dönum á kjörtímabilinu. Annar sagði 20-30.000 en hinn sagði að allt í allt mætti segja að þau væru um 50.000. Eins og títt er með tölur veltur þetta vissulega á því hvaða forsendur menn gefa sér en þær gefa þó til kynna hvernig ástandið er. Síðast í gær bárust fréttir af því að 500 manns missi vinnuna þegar sláturhúsi verður lokað í Hjørring á Norður-Jótlandi í maí. Ekki þægilegt í miðri kosningabaráttu og lofaði Anders Fogh Rasmussen að gripið yrði til aðgerða strax með að finna fólkinu vinnu eða bjóða því að mennta sig. Andstæðingurinn Mogens Lykketoft segir: „Þetta er of seint. Stjórnin hefði átt að vera búin að grípa til aðgerða fyrir löngu.“ Aðrir minni flokkar vilja ólmir beina umræðunni að Írak og innflytjendamálum. En kjósendur vilja ræða barna- og fjölskyldumál, atvinnumál og málefni aldraðra. Könnun danska ríkissjónvarpsins sýnir að þessi mál eru efst á baugi hjá 45 prósentum Dana.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira