Innlent

Ekki minnst á Gallup

Auglýsing Þjóðarhreyfingarinnar þar sem íraska þjóðin er beðin afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak birtist í New York Times í gær. Birtist auglýsingin á blaðsíðu 17 í aðalblaðinu. "Hún er á mjög góðum stað á hægri síðu, nálægt leiðaraopnunni", segir Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar. Í upphaflegum texta auglýsingarinnar sem birst hafði í íslenskum fjölmiðlum var skírskotað til að 84% Íslendinga hefðu sagst styðja að nafn Íslands væri máð af lista hinna viljugu þjóða í nýlegri könnun Gallup. Gallup er hins vegar ekki nefnt á nafn í auglýsingu sem birtist í New York Times í gær. Gallup hafði í yfirlýsingu bent á að ekki mætti nota niðurstöður úr Þjóðarpúlsinum í auglýsingum. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra segir að hann fagni því að þessum kafla í íslenskum stjórnmálum sé lokið. "Fyrr á árum var gengið frá Keflavík til Reykjavíkur til að mótmæla varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, nú er birt auglýsing í The New York Times."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×