Innlent

Stoltenberg ræðir um öryggismál

Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, verður aðalræðumaður á málþingi framtíðarhóps Samfylkingarinnar um stöðu öryggismála í heiminum, sem fram fer á Grand Hóteli í Reykjavík í dag. Málþingið, sem haldið er undir yfirskriftinni Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar stendur frá kl. 3 til 6. Aðrir fyrirlesarar eru: Valur Ingimundarson sagnfræðingur, Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNIFEM á Íslandi, og Magnús Þ. Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda og prófessor við Williams College í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×