Innlent

Þróunarhjálp í stað öryggisráðsins

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það geti verið allt eins skynsamlegt að verja meiri fjármunum til þróunarhjálpar í stað þess að eyða allt að milljarði til að reyna að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann kveðst ekki hafa heyrt þessa tölu áður og líst illa á ef rétt er. Hann bendir líka á að það sé ekki víst að innganga fáist í ráðið. Halldór Ásgrímsson forsætrisráðherra hefur keyrt málið áfram. Aðspurður hvort skoðanamunur sé á milli stjórnarflokkanna í málinu í því ljósi segir Pétur svo ekki vera; bæði í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki séu menn sem vilji sýna aðgæslu í peningamálum.  Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur sagt að bara áróðurinn fyrir því að fá menn til að kjósa Ísland í öryggisráðið kostaði um 800 til 1000 milljónir króna. Forsætisráðherra segir fullyrðingar um kostnaðinn fjarri lagi og að stjórnvöld hafi ákveðið að Ísland sæktist eftir sæti í öryggisráðinu árin 2009 og 2010 með framboði árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×